Lögregla segir frá því í tilkynningu að mikill reykur hafi verið og voru íbúar að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Slökkvilið reykræsti svo íbúðina.
Svo virðist sem að kviknað hafi í ruslapokum sem fullar voru af dósum, en að ekki sé vitað um upptökin.
„Vitni heyrði mikinn hvell koma frá svölunum og sá síðan eldinn. Lítið tjón á munum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.