Landslagið í leikskólamálum Reykjavíkurborgar ólgar Georg Atli Hallsson skrifar 14. desember 2022 07:30 Mönnunarvandi borgarinnar er rótgróinn og vel þekktur, sömu sögu má segja um launamálin og nú upp á síðkastið hefur vandræðalegri stöðu ýmissa leikskólabygginga verið gerð nokkuð góð skil. Í október síðastliðinn bárust fréttir um að það vantaði að ráða í kringum 80 stöðugildi (starfsfólk) í 67 leikskóla, til að mæta grunnþörf og geta boðið um það bil 190 biðlistabörnum, að hefja skólagöngu. Þessi tala er reyndar öllu hærri ef við miðum við öll frægu 12 mánaða kosningaloforðs-börnin og stendur þá hún þá víst í 618 börn. Athugið að þarna nota ég orðið “skólaganga” mjög meðvitað. Leikskólar landsins eru nefnilega skólar. Þar fer fram menntun og í leikskólunum er lagður grunnur að ýmsu sem oft er talin grunngildi samfélagsins og fjölbreyttrar menningar. Við Íslendingar vorum metnaðarfull og framsýn þegar við settum lög árið 2008 um skólastarf á Íslandi. Þar var hlutverk fyrstu menntastofnunarinnar afmörkuð og skilgreint sem fyrsta skólastigið. Þar stendur meðal annars: „Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi [...]“. Ég tek það fram að ég feitletraði nokkur orðanna þarna sjálfur fyrir dramatísk áhrif. Aðeins ofar nefndi ég mönnunarvandann og langar að benda á að nú fyrir stuttu kom fram skýrsla sem tiltók að mat Reykjavíkurborgar sé að almennt eru leikskólarnir ofmannaðir um 1-2 stöðugildi. Það hefur líka komið fram að stefna Reykjavíkurborgar er sú að fjölga börnum í leikskólakerfinu og að taka sífellt yngri börn inn í menntakerfið, ásamt ákveðnum niðurskurði í matkosti og kaupum á aðföngum. Þrátt fyrir þessar takmarkanir er svo hvergi slegið af væntingum um hátt menntunarstig starfsfólks. Hvergi er dregið úr kröfunum um fjölbreytt gæðastarf sem unnið er á forsendum og getu barnanna. Hvergi er gefinn afsláttur af fagmennsku þeirra sem leiða starfið á gólfinu. Hér vil ég gjarnan staldra við og taka það skýrt fram að, að sjálfsögðu þætti mér fráleitt á allan hátt að draga úr gæðum leikskólastarfs á Íslandi og að mér þykir í raun aðdáunarvert hversu vel leikskólar hafa staðið sig þrátt fyrir áralangt fjársvelti og almennt virðingarleysi gagnvart starfinu. Að mínu mati eru bara ákveðnar þversagnir í þessu öllu. Ef að við viljum reka framsækið og metnaðarfullt skólastarf fyrir þessi yngstu börn, þá gengur ekki að fækka starfsfólki og fjölga börnum. Annað þarf að víkja fyrir hinu. Ef að við viljum að börnunum líði vel, upplifi öryggi og traust getum við ekki rekið skólastofnanir á of fáu starfsfólki. Það er einungis til að brenna upp metnað, áhuga og getu starfsfólks. Ef að við viljum raunverulega líta á leikskólann sem grunnstoð í samfélaginu, sem undirbýr komandi kynslóðir fyrir framhaldsmenntun á ýmsum öðrum skólastigumog síðar þátttöku á vinnumarkaði - þá þurfum við að bjóða upp á aðbúnað og aðstæður sem styðja, örva og þroska en ekki þrengja að og takmarka möguleika þeirra. Þau sem koma að reglugerðarsetningu og almennri stefnumótun leikskólastarfs í borginni virðast ætla að ríghalda í þessar mótsagnir og reyna að bjóða bæði upp á gjöfult skólastarf og hráa geymslu á sama tíma. Ég held að það sé orðið vel tímabært að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fara að taka sig sjálf alvarlega. Það þýðir ekki að segja eitt og gera annað. Í menntamálum er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Það gengur ekki upp að ætla að halda uppi öflugu menntakerfi á viðurkenndu fyrsta skólastigi landsins á lágmarks fjárlögum og skammtíma hugsjónum. Ég skil samt vel að það þurfi ákveðið aðhald í fjármálum borgarinnar og að óráðsía gengur vitaskuld ekki. Hins vegar þarf virka forgangsröðun og það þarf líka að átta sig á að ekki er hægt að skera endalaust af því sem lítið er. Sjaldan hefur það sést jafnvel og nú, hversu fjársveltar menntastofnanir borgarinnar eru og hafa verið í langan tíma. Það þarf að ákveða hvort við viljum sýna börnum borgarinnar þá virðingu sem þau eiga skilið með frábærri menntastefnu þar sem hagmunir barnanna eru höfð að leiðarljósi eða bjóða upp á einföld, lítil rými þar sem vinnumarkaðurinn getur geymt börn starfsfólk síns, svo þau verði ekki fyrir. Ég (og margt samstarfsfólk mitt í skólakerfinu!) værum mikið til í að fá að vita hvaða veg leikskólar landsins eiga að feta, svo að við getum hreinlega tekið ákvörðun um það hvort að við getum átt samleið og haldið faglegu starfi okkar áfram. Ég vona jafnframt að viðeigandi stjórnvöld fari að standa með hagsmunum barnanna frekar en að standa með hagnaðardrifnum hugmyndum. Það vakti athygli mína þegar allt fagmenntað starfsfólk leikskólans Grandaborgar sagði upp störfum á dögunum, vegna þess að þau töldu sig ekki geta tryggt öryggi barnanna og farið eftir lögum um aðbúnað þeirra. Þau fengu nóg af því að geta ekki sinnt sinni vinnu eins og þeim er skylt að gera. Þetta heitir að taka ábyrgð. Ég stend með þeim. Höfundur er starfsmaður á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi borgarinnar er rótgróinn og vel þekktur, sömu sögu má segja um launamálin og nú upp á síðkastið hefur vandræðalegri stöðu ýmissa leikskólabygginga verið gerð nokkuð góð skil. Í október síðastliðinn bárust fréttir um að það vantaði að ráða í kringum 80 stöðugildi (starfsfólk) í 67 leikskóla, til að mæta grunnþörf og geta boðið um það bil 190 biðlistabörnum, að hefja skólagöngu. Þessi tala er reyndar öllu hærri ef við miðum við öll frægu 12 mánaða kosningaloforðs-börnin og stendur þá hún þá víst í 618 börn. Athugið að þarna nota ég orðið “skólaganga” mjög meðvitað. Leikskólar landsins eru nefnilega skólar. Þar fer fram menntun og í leikskólunum er lagður grunnur að ýmsu sem oft er talin grunngildi samfélagsins og fjölbreyttrar menningar. Við Íslendingar vorum metnaðarfull og framsýn þegar við settum lög árið 2008 um skólastarf á Íslandi. Þar var hlutverk fyrstu menntastofnunarinnar afmörkuð og skilgreint sem fyrsta skólastigið. Þar stendur meðal annars: „Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi [...]“. Ég tek það fram að ég feitletraði nokkur orðanna þarna sjálfur fyrir dramatísk áhrif. Aðeins ofar nefndi ég mönnunarvandann og langar að benda á að nú fyrir stuttu kom fram skýrsla sem tiltók að mat Reykjavíkurborgar sé að almennt eru leikskólarnir ofmannaðir um 1-2 stöðugildi. Það hefur líka komið fram að stefna Reykjavíkurborgar er sú að fjölga börnum í leikskólakerfinu og að taka sífellt yngri börn inn í menntakerfið, ásamt ákveðnum niðurskurði í matkosti og kaupum á aðföngum. Þrátt fyrir þessar takmarkanir er svo hvergi slegið af væntingum um hátt menntunarstig starfsfólks. Hvergi er dregið úr kröfunum um fjölbreytt gæðastarf sem unnið er á forsendum og getu barnanna. Hvergi er gefinn afsláttur af fagmennsku þeirra sem leiða starfið á gólfinu. Hér vil ég gjarnan staldra við og taka það skýrt fram að, að sjálfsögðu þætti mér fráleitt á allan hátt að draga úr gæðum leikskólastarfs á Íslandi og að mér þykir í raun aðdáunarvert hversu vel leikskólar hafa staðið sig þrátt fyrir áralangt fjársvelti og almennt virðingarleysi gagnvart starfinu. Að mínu mati eru bara ákveðnar þversagnir í þessu öllu. Ef að við viljum reka framsækið og metnaðarfullt skólastarf fyrir þessi yngstu börn, þá gengur ekki að fækka starfsfólki og fjölga börnum. Annað þarf að víkja fyrir hinu. Ef að við viljum að börnunum líði vel, upplifi öryggi og traust getum við ekki rekið skólastofnanir á of fáu starfsfólki. Það er einungis til að brenna upp metnað, áhuga og getu starfsfólks. Ef að við viljum raunverulega líta á leikskólann sem grunnstoð í samfélaginu, sem undirbýr komandi kynslóðir fyrir framhaldsmenntun á ýmsum öðrum skólastigumog síðar þátttöku á vinnumarkaði - þá þurfum við að bjóða upp á aðbúnað og aðstæður sem styðja, örva og þroska en ekki þrengja að og takmarka möguleika þeirra. Þau sem koma að reglugerðarsetningu og almennri stefnumótun leikskólastarfs í borginni virðast ætla að ríghalda í þessar mótsagnir og reyna að bjóða bæði upp á gjöfult skólastarf og hráa geymslu á sama tíma. Ég held að það sé orðið vel tímabært að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fara að taka sig sjálf alvarlega. Það þýðir ekki að segja eitt og gera annað. Í menntamálum er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Það gengur ekki upp að ætla að halda uppi öflugu menntakerfi á viðurkenndu fyrsta skólastigi landsins á lágmarks fjárlögum og skammtíma hugsjónum. Ég skil samt vel að það þurfi ákveðið aðhald í fjármálum borgarinnar og að óráðsía gengur vitaskuld ekki. Hins vegar þarf virka forgangsröðun og það þarf líka að átta sig á að ekki er hægt að skera endalaust af því sem lítið er. Sjaldan hefur það sést jafnvel og nú, hversu fjársveltar menntastofnanir borgarinnar eru og hafa verið í langan tíma. Það þarf að ákveða hvort við viljum sýna börnum borgarinnar þá virðingu sem þau eiga skilið með frábærri menntastefnu þar sem hagmunir barnanna eru höfð að leiðarljósi eða bjóða upp á einföld, lítil rými þar sem vinnumarkaðurinn getur geymt börn starfsfólk síns, svo þau verði ekki fyrir. Ég (og margt samstarfsfólk mitt í skólakerfinu!) værum mikið til í að fá að vita hvaða veg leikskólar landsins eiga að feta, svo að við getum hreinlega tekið ákvörðun um það hvort að við getum átt samleið og haldið faglegu starfi okkar áfram. Ég vona jafnframt að viðeigandi stjórnvöld fari að standa með hagsmunum barnanna frekar en að standa með hagnaðardrifnum hugmyndum. Það vakti athygli mína þegar allt fagmenntað starfsfólk leikskólans Grandaborgar sagði upp störfum á dögunum, vegna þess að þau töldu sig ekki geta tryggt öryggi barnanna og farið eftir lögum um aðbúnað þeirra. Þau fengu nóg af því að geta ekki sinnt sinni vinnu eins og þeim er skylt að gera. Þetta heitir að taka ábyrgð. Ég stend með þeim. Höfundur er starfsmaður á leikskóla.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar