Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru áhafnir þriggja slökkvibíla og eins dælubíls sendar á vettvang.
Slökkviliðsmenn eru búnir að ná tökum á eldinum og urðu engin slys á fólki. Skúrinn er aftur á móti talinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum.
Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru áhafnir þriggja slökkvibíla og eins dælubíls sendar á vettvang.
Slökkviliðsmenn eru búnir að ná tökum á eldinum og urðu engin slys á fólki. Skúrinn er aftur á móti talinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum.