Tölvuleikjafíkn – þarf eitthvað að hafa áhyggjur? Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 09:00 Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun