Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 12:42 Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum þegar málið var tekið til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
RÚV greinir frá því að Áslaug hafi stefnt Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að há upphæð segi ekki alla söguna. Þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjón Áslaugar Thelmu. Landsréttur sneri í sumar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að áfrýja ekki niðurstöðunni í Landsrétti í sumar. Framkvæmdastjórinn gladdist með Áslaugu Thelmu „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ sagði Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Dómurinn væri þó ekki áfellisdómur yfir fyrirtækinu. „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ sagði Berglind. Orkuveita Reykjavíkur blés til blaðamannafundar í nóvember 2018 og kynnti skýrsluna „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“. Þar var niðurstaða úttektaraðila að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði verið réttmæt. Málið var tekið saman í fréttaskýringu á Vísi á þeim tíma. Þá átti Áslaug eftir að leita réttlætis fyrir dómstólum. Blaðamannafundurinn er harðlega gagnrýndur í stefnu Áslaugar Thelmu. Hann er sagður hafa verið sviðsettur og öllu til tjaldað til að gera mætti hann sem áhrifamestan. „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30