Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 16:54 Landsréttur dæmdi ummælin ómerkt. Vísir/Vilhelm Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. Það var í ágúst 2018 sem konan birt færslu í Facebook-hóp sem stofnaður var af einstaklingum innan BDSM-samfélagsins á Facebook. Hópnum var ætlað að vera vettvangur fyrir konur og kynsegin fólk, meðal annars til að deila reynslusögum af neikvæðri reynslu af samskiptum við einstakinga innan samfélagsins. Meðlimir hópsins voru 28 talsins þegar færslan var birt. Í færslunni sakaði konan manninn um að hafa nauðgað vinkonu sinni í byrjun maí árið 2018. Meint nauðgun átti sér stað eftir að vinkonan, eiginkona meints nauðgara og kærasti eiginkonunnar voru að skemmta sér saman. Þau fóru öll þrjú saman á heimili mannsins eftir kvöldið. Segist hafa fengið samþykki Þau fjögur deildu öll rúmi um nóttina og höfðu maðurinn og vinkonan samfarir við hliðina á eiginkonunni og kærasta hennar. Maðurinn og vinkonan voru við aðalmeðferð málsins ekki sammála um hvað átti sér stað fyrir samfarirnar. Maðurinn vildi meina að vinkonan hefði átt frumkvæði að kynlífinu. Konan sagði manninn fyrirvaralaust hafa haft samfarir við sig án samþykkis. Maðurinn kvaðst einnig hafa nokkrum sinnum spurt konuna hvort þetta væri í lagi á meðan samfarirnar áttu sér stað og hún alltaf svarað játandi. Ekkert kemur fram í ærumeiðingardómi héraðsdóms um að konan hafi leitað réttar síns fyrir dómi. Vildi útiloka manninn úr BDSM-senunni Í færslunni nafngreindi konan meintan nauðgara og sagðist hafa heyrt af óviðeigandi og skrítinni heðgun af hans hálfu. Færslan hófst á orðunum „Í vor nauðgaði A stelpu sem er mér mjög kær.“ Þá vildi hún að fólkið í hópnum tæki afstöðu til þess hvort maðurinn fengi að vera innan BDSM-senunnar. „Mér finnst mikilvægt að þau taki afstöðu, sérstaklega í ljósi þess að nýju fólki innan senunnar er ítrekað sagt að þar sé lögð áhersla á samþykki og virðingu. Það skapar skaðlegt umhverfi og beinlínis hættulegt að segja fólki að þau séu öruggari innan hópsins heldur en utan og taka svo ekki á ofbeldismálum og skaðlegri hegðan þegar hún kemur upp,“ sagði í færslu konunnar. Maðurinn taldi konuna hafa með ummælum sínum brotið gegn friðhelgi einkalífs hans. Konan hafi staðhæft að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi án þess að skeyta nokkuð um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar. Konan vildi meina að ummælin rúmuðust innan tjáningarfrelsis hennar. Ummælin hefðu verið sett fram eftir að maðurinn viðurkenndi upplifun vinkonunnar á markaleysi og brotum hans í hennar garð. Vísuðu í mál Gillz Konan hafði verið sýknuð af kröfum mannsins í héraði en Landsréttur sneri dómnum við. Rétturinn vísaði í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Egill Einarsson, oft þekktur sem Gillz, lagði íslenska ríkið. Sá dómur var byggður á því að yfirlýsing um að einhver hefði nauðgað annarri manneskju væri í eðli sínu staðhæfing um staðreynd sem hægt væri að sanna. Þar sem konunni hefði ekki tekist að færa sönnur á að maðurinn hefði nauðgað vinkonu hennar dæmdi Landsréttur henni til að greiða manninum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá voru ummælin „Í vor nauðgaði A stelpu sem er mér mjög kær“ dæmd ómerkt. Konan þarf einnig að greiða manninum milljón krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en hún birti svipaða færslu í Facebook-hóp mánuði áður. Þar sakaði hún hann um að hafa nauðgað sér og varaði aðra innan BDSM-samfélagsins við honum. Maðurinn tapaði því máli og þarf að greiða allan málskostnað konunnar, samtals milljón króna. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Það var í ágúst 2018 sem konan birt færslu í Facebook-hóp sem stofnaður var af einstaklingum innan BDSM-samfélagsins á Facebook. Hópnum var ætlað að vera vettvangur fyrir konur og kynsegin fólk, meðal annars til að deila reynslusögum af neikvæðri reynslu af samskiptum við einstakinga innan samfélagsins. Meðlimir hópsins voru 28 talsins þegar færslan var birt. Í færslunni sakaði konan manninn um að hafa nauðgað vinkonu sinni í byrjun maí árið 2018. Meint nauðgun átti sér stað eftir að vinkonan, eiginkona meints nauðgara og kærasti eiginkonunnar voru að skemmta sér saman. Þau fóru öll þrjú saman á heimili mannsins eftir kvöldið. Segist hafa fengið samþykki Þau fjögur deildu öll rúmi um nóttina og höfðu maðurinn og vinkonan samfarir við hliðina á eiginkonunni og kærasta hennar. Maðurinn og vinkonan voru við aðalmeðferð málsins ekki sammála um hvað átti sér stað fyrir samfarirnar. Maðurinn vildi meina að vinkonan hefði átt frumkvæði að kynlífinu. Konan sagði manninn fyrirvaralaust hafa haft samfarir við sig án samþykkis. Maðurinn kvaðst einnig hafa nokkrum sinnum spurt konuna hvort þetta væri í lagi á meðan samfarirnar áttu sér stað og hún alltaf svarað játandi. Ekkert kemur fram í ærumeiðingardómi héraðsdóms um að konan hafi leitað réttar síns fyrir dómi. Vildi útiloka manninn úr BDSM-senunni Í færslunni nafngreindi konan meintan nauðgara og sagðist hafa heyrt af óviðeigandi og skrítinni heðgun af hans hálfu. Færslan hófst á orðunum „Í vor nauðgaði A stelpu sem er mér mjög kær.“ Þá vildi hún að fólkið í hópnum tæki afstöðu til þess hvort maðurinn fengi að vera innan BDSM-senunnar. „Mér finnst mikilvægt að þau taki afstöðu, sérstaklega í ljósi þess að nýju fólki innan senunnar er ítrekað sagt að þar sé lögð áhersla á samþykki og virðingu. Það skapar skaðlegt umhverfi og beinlínis hættulegt að segja fólki að þau séu öruggari innan hópsins heldur en utan og taka svo ekki á ofbeldismálum og skaðlegri hegðan þegar hún kemur upp,“ sagði í færslu konunnar. Maðurinn taldi konuna hafa með ummælum sínum brotið gegn friðhelgi einkalífs hans. Konan hafi staðhæft að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi án þess að skeyta nokkuð um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar. Konan vildi meina að ummælin rúmuðust innan tjáningarfrelsis hennar. Ummælin hefðu verið sett fram eftir að maðurinn viðurkenndi upplifun vinkonunnar á markaleysi og brotum hans í hennar garð. Vísuðu í mál Gillz Konan hafði verið sýknuð af kröfum mannsins í héraði en Landsréttur sneri dómnum við. Rétturinn vísaði í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Egill Einarsson, oft þekktur sem Gillz, lagði íslenska ríkið. Sá dómur var byggður á því að yfirlýsing um að einhver hefði nauðgað annarri manneskju væri í eðli sínu staðhæfing um staðreynd sem hægt væri að sanna. Þar sem konunni hefði ekki tekist að færa sönnur á að maðurinn hefði nauðgað vinkonu hennar dæmdi Landsréttur henni til að greiða manninum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá voru ummælin „Í vor nauðgaði A stelpu sem er mér mjög kær“ dæmd ómerkt. Konan þarf einnig að greiða manninum milljón krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en hún birti svipaða færslu í Facebook-hóp mánuði áður. Þar sakaði hún hann um að hafa nauðgað sér og varaði aðra innan BDSM-samfélagsins við honum. Maðurinn tapaði því máli og þarf að greiða allan málskostnað konunnar, samtals milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira