Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 14:53 Sigmundur Einar varar við því að menn dæmi of fljótt í kynferðisbrotamálum, en á honum er að skilja að nákvæmlega það hafi Ásmundur Einar Daðason gert sig sekan um. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“ Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“
Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira