Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 06:54 Nýbura- og ungbarnadauði er algengari í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent