Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun.
Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira