Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun.
Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira