Vinsældir Mastodon hafa aukist verulega á undanförnum vikum, í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk eignaðist Twitter. Margir telja Mastodon vera góðan valkost í stað Twitter.
Í síðasta mánuði tók Vivaldi sérstakan vefþjón fyrir Mastodon í notkun en nú hefur bætt um betur. Vivaldi Social veitir notendum beinan aðgang að Mastodon.
Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Vivaldi.
Verndun persónuupplýsina hefur lengi verið í forgangi hjá Vivaldi.
Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum.