„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 16:17 Fjörugar umræður sköpuðust á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“ Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“
Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira