Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 11:45 Maasai-maður á gangi með hjörð sína í leit að beitilandi. AP/Brian Ingang Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian. Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian.
Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira