Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2022 11:12 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44
Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05
Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15