Afreksstefnuleysi stjórnvalda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2022 10:30 Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi ÍSÍ Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar