Hann ásamt Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra stóð í dag fyrir opnum kynningarfundi þar sem kynnt voru drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um heildarendurskoðun þjónustu við eldra fólk. Aðgerðaráætlunin horfir til fimm meginþátta.
„Það er samþætting í þjónustu. Það er virkni fólks. Það er upplýsing. Það er þróun þjónustunnar og heimili. Stærsti hlutinn af henni fjallar í rauninni um þróunarverkefni sem verða keyrð þá á fjórum til sex stöðum á landinu þar sem að meðal annars og sérstaklega er verið að horfa til samþættingar í félags- og heimaþjónustu,“ segir Guðmundur Ingi.