Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um líkamsárásina klukkan 1:35 í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans.
Þá er maður í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaður um líkamsárás við veitingastað í miðborginni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar fyrir rannsókn málsins í nótt. Ekki er vitað um áverka þess sem varð fyrir árásinni.