Ræður raforkukerfið við orkuskipti? Haukur Ásberg Hilmarsson og Kristinn Arnar Ormsson skrifa 2. desember 2022 10:31 Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti. Líkt og aðrar þjóðir stendur Ísland frammi fyrir stóru verkefni næstu ár þegar kemur að orkumálum. Fjárfesta þarf töluvert í innviðum á Íslandi ef metnaðarfullar, en jafnframt nauðsynlegar, áætlanir um kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040 eiga að verða að veruleika. Helstu greiningar um orkuskipti Íslands hafa snúist um stærð fílsins sem þarf að borða, þ.e. hversu mikla orku þarf til þess að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti. Minna hefur verið rætt um skrefin sem þarf að taka og hvernig við getum tekið þessi skref vel og örugglega. Eitt af þeim skrefum sem Ísland hefur þegar tekið í átt að orkuskiptum er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja sem flestar voru rafvæddar í upphafi 21. aldar. Hefðbundin verksmiðja á fullum afköstum getur notað meiri olíu á dag en tugir fólksbíla nota á ári. Því hefur sparast gríðarlegt magn af olíu og útblæstri á ári hverju með þessu skrefi. En reynslan af þessum orkuskiptum hefur ekki verið áfallalaus. Veturinn 2021-2022 kom upp sú staða að ekki var til næg raforka sökum slæmrar vatnsstöðu í uppistöðulónum. Niðurstaðan varð sú að þúsundum lítra af olíu var brennt til að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðjanna, þrátt fyrir orkuskiptin. Tryggja þarf að næg orka og afl séu til staðar í raforkukerfinu til að anna eftirspurninni á Íslandi þegar kemur að því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis í umhverfisvænni kosti. Aðstæðurnar sem komu upp í raforkukerfinu síðasta vetur voru sérstækar þar sem að eftirspurn jókst mikið á sama tíma og framleiðsla raforku var erfið. Ólíklegt þykir að slíkar aðstæður endurtaki sig þennan veturinn. Hins vegar er staðreyndin sú að framleiðslu- og flutningskerfi raforku eru komin að þolmörkum. Það sýna niðurstöður skýrslu Landsnets um orku- og afljöfnuð og nýleg greining EFLU á stöðu raforkukerfisins m.t.t. afls. Þess vegna má lítið út af bregða svo að aðstæður sem eitt sinn voru sértækar verði nokkuð almennar. Mikilvægt er í þessu samhengi að gera greinarmun á hugtökunum orkuskortur og aflskortur. Orkuskortur verður þegar bág staða skapast í forðabúri raforkukerfa til lengri eða skemmri tíma sem verður til þess að ekki er næg orka til að anna öllu álagi. Dæmi um það er þurrkatíð sem veldur lélegri vatnsstöðu í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana líkt og í íslenska raforkukerfinu síðastliðinn vetur. Annað dæmi er staða evrópska raforkukerfisins síðustu mánuði þar sem skortur á jarðefnaeldsneyti hefur valdið því að ekki er til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki. Aflskortur verður hins vegar þegar uppbygging framleiðslu og flutnings í raforkukerfinu fylgir ekki þróun álags. Þá getur skapast sú staða að ekki er næg vinnslu- eða flutningsgeta til að anna álagi á mestu álagstímum og grípa þarf til skerðinga til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Fyrr nefndar greiningar sýna að Ísland stefnir í átt að aflskorti á næstu árum. Sökum þess hve langan tíma uppbygging raforkukerfisins tekur má því búast við því að þetta tímabil aflskerðingar á mestu álagstímum verði viðvarandi næstu árin án aðgerða. Skrefin í átt að orkuskiptum þurfa að vera skynsamleg og vel ígrunduð. Reynsla fyrri orkuskipa sýnir að fjárfesta þarf í flutningskerfi og framleiðslu samhliða orkuskiptum ef árangur á að nást. Þannig má takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru og við náum að koma þessum fíl niður, bita fyrir bita. Höfundar eru sérfræðingar EFLU á Orkusviði.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun