Mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu Jódís Skúladóttir skrifar 1. desember 2022 14:30 Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir þinginu liggur nú frumvarp félags og vinnumarkaðsráðherra um lengingu á greiðslutímabili endurhæfingarlífeyris. Um er að ræða mikilvægt fyrsta skref í heildarendurskoðun á örorkukerfinu. Þau sem af ólíkum ástæðum falla út af vinnumarkaði vegna slysa eða veikinda eiga allt undir því að ná heilsu og komast aftur út í lífið til leiks og starfa. Þarfirnar hvað varðar endurhæfingu eru einstaklingsbundnar og það sama á við um ástæður þess að einstaklingar gætu þurft á endurhæfingunni að halda. Það getur verið biðtími meðan verið er að fjalla um mál og því er mikilvægt að við vinnum í skilvirkni kerfisins sem hefur marga góða valkosti eins og til dæmis Reykjalund og Birtu. Önnur úrræði sem ekki eru í opinbera kerfinu geta einnig verið mikilvæg, til að mynda Hugarafl sem grípur fjölmarga einstaklinga og hjálpar þeim. Fólk sem þarf endurhæfingu þarf tíma til þess að ná upp styrk og færni á ný. Nú er það svo að fólk sem fer á endurhæfingarlífeyri fær greiðslutímabil í allt að 3 ár. Frumvarpinu er ætlað að mæta þeim hópi einstaklinga sem þurfa lengri endurhæfingu til þess að komast út á vinnumarkað, oftast nær er það vegna þess að heilsufarslega hefur fólk ekki verið tilbúið í starfstengda endurhæfingu. Það er að hefja aftur störf í einhverju mæli meðfram endurhæfingu. Það má alveg færa rök fyrir því að 3 ár, að ekki sé talað um 5 ár, sé langur tími utan vinnumarkaðar. En ef við horfum á stóru myndina, ævi einnar manneskju sem alla jafna gæti verið í um 50 ár á vinnumarkaði er þetta lítill tími. Sé litið til þess að með því að lengja tímabilið erum við í raun fyrst þá að gefa fólki tækifæri á mæta aftur til þátttöku í samfélaginu. Fólki sem hafði ekki haft tækifæri til þess að klára endurhæfingu því 3 árin voru búin. Það er bæði verðmætt fyrir þá einstaklinga sem lenda í þessum aðstæðum sem og samfélaginu að við náum að styðja fólk sem lendir í áföllum, heilsu bresti eða slysum. Það er ekki um stóran hóp að ræða sem mun þurfa að nýta sér allt 5 ára tímabilið til endurhæfingar en hver einasta manneskja sem fær það svigrúm sem til þarf til að komast aftur út í lífið skiptir miklu máli. Annað hefur verið mér hugleikið en það mikilvægi þess að nota aðferðir sem byggja á starfstengdri endurhæfingu sem felst í því að koma fólki sem er að hefja endurhæfingu sem fyrst aftur í starf að einhverju litlu leyti til að halda tengingunni. Því minni tími sem fólk er frá þátttöku í samfélaginu því meiri líkur á endurkomu er reglan. Yfirfærslan getur samt verið erfið, það geta komið bakslög og þar þarf vinnumarkaðurinn að sýna ábyrgð. Hvort sem um ræðir einkageirann, ríki eða sveitarfélög, verðum við að gera betur. Besta endurhæfingin er á vinnumarkaði. Við þurfum að taka vel á móti fólki, bjóða þeim hlutastörf út frá reynslu, færni og menntun svo að fólk geti unnið sig upp í fulla getu ef kostur er. Það eru ekki öll störf sem krefjast viðveru frá 8-16 og það eru ekki öll störf unnin í akkorði. Mikilvægt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og fagni þeim mannauð sem getur eflt vinnumarkaðinn og styðji fólk og gefi því svigrúm. Vinnumarkaður framtíðarinnar verður að breytast og þangað skulum við stefna. Höfundur er þingmaður VG.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun