„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 12:31 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“ Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“
Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira