„Brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 17:20 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir neyðarástand ríkja í fangelsismálum hér á landi. Vísir/Vilhelm „Markmið laga um fullnustu refsinga er að refsing fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk en varla er hægt að búast við að svo sé þegar fangar geta ekki hafið afplánun og brotaþolar horfa upp á gerendur sína ganga um göturnar eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Spurði hún Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra út í stöðuna í fangelsismálum og sagði óhætt að fullyrða að neyðarástand ríki í þeim málaflokki. Í ræðu sinni sagði Helga Vala það vera „afleit skilaboð til samfélagsins“ að láta dómþola bíða með að hefja uppbyggingu lífs síns eða þá láta þá treysta því að dómar þeirra fyrnist og þeir þurfi því ekki að taka út sína refsingu. Þá velti hún meðal annars upp þeirri spurningu hvort ráðherra teldi, miðað við fjölda fyrndra dóma og langan biðtíma eftir afplánun, að rekstur fangelsa væri í samræmi við markmið laga um virk varnaðaráhrif refsinga. 300 manns á biðlista eftir afplánun Vísir greindi frá því á dögunum að til stendur að loka fangelsinu að Sogni í byrjun næsta árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Í minnisblaði dómsmálaráðuneytisins kemur fram að nýting fangarýma í fangelsunum 2021 var ríflega 77 prósent. Nýting fangelsisrýma á yfirstandandi ári hefur verið ríflega 80% þrátt fyrir að hús 3 (23 rými) á Litla Hrauni hafi verið lokað í ríflega fjóra mánuði á árinu. Á sama tíma eru refsingar að fyrnast en sem dæmi má nefna árið 2021 fyrndust 28 refsingar og 22 refsingar fyrndust árið á undan. Fjölga þarf opnum úrræðum „Nú hafa fregnir borist vegna fangahópa sem eiga í deilum innan veggja fangelsanna og er talið að fjölga þurfi fangelsum, þá sérstaklega opnum úrræðum eins og algengari eru á Norðurlöndum, sem og þarf að efla betrunarþátt refsinganna, svo sem endurhæfingu, meðferðir og geðheilbrigði til að fækka endurkomum í fangelsin,“ sagði Helga Vala í ræðu sinni á Alþingi á dag og benti á að sambærileg úrræði hafi haft verulega jákvæð áhrif í fangelsismálum Norðurlanda. Helga Vala spurði dómsmálaráðherra einnig til hvaða ráðstafana hann hefði tekið núna á árinu til þess að bregðast við ákalli frá félagi fanga og Fangavarðafélagi Íslands. Þá velti hún upp þeirri spurningu hvort til greina kæmi að opna að nýju fangelsi á Akureyri í þeim tilgangi að fjölga rýmum og sömuleiðis bjóða upp á fleiri opin úrræði. Lengri og fleiri dómar Í svari Jóns Gunnarssonar kom fram að rætt hefði verið sérstaklega við félag fangavarða og fangaverði um öryggisbúnað fangavarða og til stæði að bæta þann búnað með auknu fjármagni. Þá tók Jón fram að í kjölfar greiningarvinnu hefðu verið lagðar fram tillögur til fjármálaráðherra fyrir aðra umræðu fjárlaga sem kæmu til með gjörbreyta aðstöðunni. Með auknu fjármagni yrði hægt að að fjölga fangavörðum og nýta fangelsin betur. „Einnig verður að hafa í huga hvað fangelsismálayfirvöld hafa fengið í fangið; miklu lengri dóma, fleiri dóma og gríðarlega aukinn fjölda í gæsluvarðhaldi, eitthvað sem var kannski ekki alveg fyrirséð og hefur að því leyti þyngt róðurinn mjög mikið.“ Sömuleiðis kom fram í svari Jóns að mikil aukning hefur orðið á öðrum lausnum þegar kemur að afplánun og má þar nefna ökklabönd, samfélagsþjónustu og dvöl á Vernd. Þá sagðist Jón ekki hafa haft hugmyndir um að opna fangelsi á Akureyri en benti á að opnu fangelsin hér á landi, Sogn og Kvíabryggja væru mjög óhagkvæmar einingar og því væri mikilvægt að horfa til þess að byggja þetta opna fangelsi upp á einum stað með þeim úrræðum sem þar eru. Alþingi Fangelsismál Samfylkingin Tengdar fréttir Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. 25. nóvember 2022 14:42 Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. 28. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Helga Vala það vera „afleit skilaboð til samfélagsins“ að láta dómþola bíða með að hefja uppbyggingu lífs síns eða þá láta þá treysta því að dómar þeirra fyrnist og þeir þurfi því ekki að taka út sína refsingu. Þá velti hún meðal annars upp þeirri spurningu hvort ráðherra teldi, miðað við fjölda fyrndra dóma og langan biðtíma eftir afplánun, að rekstur fangelsa væri í samræmi við markmið laga um virk varnaðaráhrif refsinga. 300 manns á biðlista eftir afplánun Vísir greindi frá því á dögunum að til stendur að loka fangelsinu að Sogni í byrjun næsta árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Í minnisblaði dómsmálaráðuneytisins kemur fram að nýting fangarýma í fangelsunum 2021 var ríflega 77 prósent. Nýting fangelsisrýma á yfirstandandi ári hefur verið ríflega 80% þrátt fyrir að hús 3 (23 rými) á Litla Hrauni hafi verið lokað í ríflega fjóra mánuði á árinu. Á sama tíma eru refsingar að fyrnast en sem dæmi má nefna árið 2021 fyrndust 28 refsingar og 22 refsingar fyrndust árið á undan. Fjölga þarf opnum úrræðum „Nú hafa fregnir borist vegna fangahópa sem eiga í deilum innan veggja fangelsanna og er talið að fjölga þurfi fangelsum, þá sérstaklega opnum úrræðum eins og algengari eru á Norðurlöndum, sem og þarf að efla betrunarþátt refsinganna, svo sem endurhæfingu, meðferðir og geðheilbrigði til að fækka endurkomum í fangelsin,“ sagði Helga Vala í ræðu sinni á Alþingi á dag og benti á að sambærileg úrræði hafi haft verulega jákvæð áhrif í fangelsismálum Norðurlanda. Helga Vala spurði dómsmálaráðherra einnig til hvaða ráðstafana hann hefði tekið núna á árinu til þess að bregðast við ákalli frá félagi fanga og Fangavarðafélagi Íslands. Þá velti hún upp þeirri spurningu hvort til greina kæmi að opna að nýju fangelsi á Akureyri í þeim tilgangi að fjölga rýmum og sömuleiðis bjóða upp á fleiri opin úrræði. Lengri og fleiri dómar Í svari Jóns Gunnarssonar kom fram að rætt hefði verið sérstaklega við félag fangavarða og fangaverði um öryggisbúnað fangavarða og til stæði að bæta þann búnað með auknu fjármagni. Þá tók Jón fram að í kjölfar greiningarvinnu hefðu verið lagðar fram tillögur til fjármálaráðherra fyrir aðra umræðu fjárlaga sem kæmu til með gjörbreyta aðstöðunni. Með auknu fjármagni yrði hægt að að fjölga fangavörðum og nýta fangelsin betur. „Einnig verður að hafa í huga hvað fangelsismálayfirvöld hafa fengið í fangið; miklu lengri dóma, fleiri dóma og gríðarlega aukinn fjölda í gæsluvarðhaldi, eitthvað sem var kannski ekki alveg fyrirséð og hefur að því leyti þyngt róðurinn mjög mikið.“ Sömuleiðis kom fram í svari Jóns að mikil aukning hefur orðið á öðrum lausnum þegar kemur að afplánun og má þar nefna ökklabönd, samfélagsþjónustu og dvöl á Vernd. Þá sagðist Jón ekki hafa haft hugmyndir um að opna fangelsi á Akureyri en benti á að opnu fangelsin hér á landi, Sogn og Kvíabryggja væru mjög óhagkvæmar einingar og því væri mikilvægt að horfa til þess að byggja þetta opna fangelsi upp á einum stað með þeim úrræðum sem þar eru.
Alþingi Fangelsismál Samfylkingin Tengdar fréttir Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. 25. nóvember 2022 14:42 Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. 28. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni. 25. nóvember 2022 14:42
Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23. nóvember 2022 13:56
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999. 28. nóvember 2022 14:31