Þúsund vindmyllur Bjarni Bjarnason skrifar 30. nóvember 2022 07:31 Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989. Sennilega áttu þær flestar sameiginlegt að verða gjaldþrota. Nú, áratugum síðar, höfum við lært það mikið af reynslunni að fiskeldi er rekið með hagnaði þó umhverfisáhrif þess séu umdeild. Svipað má segja um loðdýrarækt en árið 1986 voru loðdýrabú 193 talsins. Í fyrra voru þau tíu. Eitt sinn fengum við þá grillu í höfuðið að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Engin reynsla var í landinu af rekstri banka í útlöndum eða af alþjóðlegri fjármálastarfsemi yfir höfuð. Það ævintýri endaði næstum með gjaldþroti þjóðarinnar. – Og nú eru það vindmyllur. Vindmyllur Á vef Orkustofnunar eru talin fram um 30 svæði hvar fyrirtæki hafa sýnt áhuga á reisa vindmyllur. Fyrirtækin eru norsk, dönsk og frönsk en líka íslensk. Myndin að neðan sýnir gróflega staðsetningu þeirra um 30 virkjanaáforma vindorkuvera sem upplýsingar liggja fyrir um hjá Orkustofnun eða sveitarfélögum. Kortið er nokkurra ára gamalt frá Orkustofnun og sýnir legu helstu flutningslína rafmagns. Upplýsingar um áform má einnig sjá áNáttúrukorti Landverndar. Svo háttar til á Íslandi að loftið er tært svo sjá má langar leiðir. Landið er skóglaust að mestu en fjöllótt. Þriggja megavatta vindmylla er 100 metra há og spaðarnir 100 metrar í þvermál. Með spaða í hæstu stöðu myndi vindrafstöð af þeirri stærð gnæfa 150 metra yfir umhverfi sitt. Það samsvarar tveimur Hallgrímskirkjuturnum svo vel þekkt hæðarviðmið sé notað. Gjarnan er rætt um að reisa vindmyllur á fjöllum eða fjallsöxlum. Vindmyllutækninni fleygir fram og líklegt er að hver mylla verði 4-5 megavött (MW) þegar kemur að því að reisa þær. Stærri myllur rísa hærra og líklegt að 5 MW vindmylla verði ekki undir 200 metrum að hæð. Það yrðu þá hæstu mannvirki á Íslandi, að mastrinu á Gufuskálum einu undanskildu. Ég geri ráð fyrir því að lágmarksfjölda vindmylla þurfi á hverju svæði til að ná hagkvæmni, segjum 30. Það gerir hátt í þúsund vindmyllur samanlagt. Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif. Ferðaþjónusta og umhverfið Nú vill svo til að ferðaþjónusta hefur skákað öðrum útflutningsgreinum í öflun gjaldeyris. Þá eru með taldar allar fiskveiðar Íslendinga svo og stóriðjan. Hver vill skoða lítið land með 1.000 vindmyllum á „ósnortnum víðernum“? Getur verið að orkufyrirtæki vilji valta yfir ferðaþjónustuna með þessum hætti? Ég trúi því ekki. Atvinnulíf í landinu verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu og skilningi milli atvinnuvega, annars fer allt í hund og kött. Fjárhagur vindmylluævintýris Verð á vindmyllum fer nú hækkandi eftir samfellda lækkun mörg undanfarin ár. Því ræður stóraukin eftirspurn en líka Kórónuveiruskömmin og innrás Rússa í Úkraínu. Til lengri tíma litið mun ástandið væntanlega jafna sig og verð á vindmyllum lækka á ný. Svo eru það notkunarmöguleikarnir. Hvernig á að nota raforku sem er bara tiltæk hálft árið og enginn veit fyrirfram hvort logn verður á morgun? Hugsanlega til þess að framleiða vetni. Framleiðsal vetnis krefst mikillar fjárfestingar, bæði í tækjabúnaði og í geymslu þess vetnis sem framleitt er meðan vindurinn blæs. Er hægt að fá rafmagn annars staðar frá fyrir viðskiptavini vindrafmagns í logni? Það er hæpið því við erum ekki tengd raforkukerfi Evrópu, sem betur fer verð ég að segja. Vatnsafl er langbesti kosturinn til að spila á móti vindorku. Um þrír fjórðu hlutar þess rafmagns sem framleitt er í landinu kemur úr vatnsaflinu, um 15 teravattstundir (TWst) á ári af 20 í heildina. 1.000 vindmyllur myndu framleiða nálægt 15 TWst á ári. Allt vatnsafl í landinu myndi því vart duga til að sjá viðskiptavinum vindorkunnar fyrir rafmagni í logni. Hvenær eigum við að virkja vindinn og hvar? Í fyrsta lagi eigum við að anda með nefinu. Okkur liggur ekki svona mikið á. Vinnum verkið stig af stigi og látum reynsluna af fyrstu vindmyllugörðunum leiða okkur áfram. Best er auðvitað að virkja á röskuðum svæðum, til dæmis við þær virkjanir sem fyrir eru, en þar er auk þess hægt að tengja beint inn á flutningskerfi Landsnets. Það fyrirtæki sem mér sýnis hafa undirbúið sig af mestri kostgæfni fyrir vindorkuna er Landsvirkjun. Hún hefur rekið tilraunavindmyllur um árabil á svokölluðu Hafi upp af Búrfelli. Þar hefur hún safnað nauðsynlegum gögnum til þess að ráðast í frekari beislun vindsins. Mér finnst líklegt að Orkuveita Reykjavíkur muni reisa vindmyllur við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Undirbúningsrannsóknir eru hins vegar of skammt á veg komnar til að taka ákvörðun. Láglendið neðan við Hellisheiðarvirkjunar myndi sennilega henta ágætlega svo dæmi sé tekið. Samráð Lykilþáttur við undirbúning vindmyllugarða er samráð. Og þá er ég að tala um alvöru samráð, ekki einhliða upplýsingar. Samráð við heimafólk, landeigendur, sveitarfélögin, náttúruverndarsamtök og aðra hagaðila hverju nafni sem þeir nefnast. Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks? Og að lokum Ekkert er í hendi, hvorki í orkumálum né í framtíðinni. Rösum ekki um ráð fram. Við eigum ekki Ísland en við fáum að njóta þess meðan við lifum, hvert fyrir sig. Stórfelld spjöll á náttúru landsins, sem verða fyrir flumbrugang í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Að virkja sig frá loftslagsvánni Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma. 29. nóvember 2022 07:30 Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt. 28. nóvember 2022 07:30 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989. Sennilega áttu þær flestar sameiginlegt að verða gjaldþrota. Nú, áratugum síðar, höfum við lært það mikið af reynslunni að fiskeldi er rekið með hagnaði þó umhverfisáhrif þess séu umdeild. Svipað má segja um loðdýrarækt en árið 1986 voru loðdýrabú 193 talsins. Í fyrra voru þau tíu. Eitt sinn fengum við þá grillu í höfuðið að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Engin reynsla var í landinu af rekstri banka í útlöndum eða af alþjóðlegri fjármálastarfsemi yfir höfuð. Það ævintýri endaði næstum með gjaldþroti þjóðarinnar. – Og nú eru það vindmyllur. Vindmyllur Á vef Orkustofnunar eru talin fram um 30 svæði hvar fyrirtæki hafa sýnt áhuga á reisa vindmyllur. Fyrirtækin eru norsk, dönsk og frönsk en líka íslensk. Myndin að neðan sýnir gróflega staðsetningu þeirra um 30 virkjanaáforma vindorkuvera sem upplýsingar liggja fyrir um hjá Orkustofnun eða sveitarfélögum. Kortið er nokkurra ára gamalt frá Orkustofnun og sýnir legu helstu flutningslína rafmagns. Upplýsingar um áform má einnig sjá áNáttúrukorti Landverndar. Svo háttar til á Íslandi að loftið er tært svo sjá má langar leiðir. Landið er skóglaust að mestu en fjöllótt. Þriggja megavatta vindmylla er 100 metra há og spaðarnir 100 metrar í þvermál. Með spaða í hæstu stöðu myndi vindrafstöð af þeirri stærð gnæfa 150 metra yfir umhverfi sitt. Það samsvarar tveimur Hallgrímskirkjuturnum svo vel þekkt hæðarviðmið sé notað. Gjarnan er rætt um að reisa vindmyllur á fjöllum eða fjallsöxlum. Vindmyllutækninni fleygir fram og líklegt er að hver mylla verði 4-5 megavött (MW) þegar kemur að því að reisa þær. Stærri myllur rísa hærra og líklegt að 5 MW vindmylla verði ekki undir 200 metrum að hæð. Það yrðu þá hæstu mannvirki á Íslandi, að mastrinu á Gufuskálum einu undanskildu. Ég geri ráð fyrir því að lágmarksfjölda vindmylla þurfi á hverju svæði til að ná hagkvæmni, segjum 30. Það gerir hátt í þúsund vindmyllur samanlagt. Verði þessi sýn að veruleika ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myllurnar yrðu reistar af ásetningi, með fullri vitneskju um hin víðtæku umhverfisáhrif. Ferðaþjónusta og umhverfið Nú vill svo til að ferðaþjónusta hefur skákað öðrum útflutningsgreinum í öflun gjaldeyris. Þá eru með taldar allar fiskveiðar Íslendinga svo og stóriðjan. Hver vill skoða lítið land með 1.000 vindmyllum á „ósnortnum víðernum“? Getur verið að orkufyrirtæki vilji valta yfir ferðaþjónustuna með þessum hætti? Ég trúi því ekki. Atvinnulíf í landinu verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu og skilningi milli atvinnuvega, annars fer allt í hund og kött. Fjárhagur vindmylluævintýris Verð á vindmyllum fer nú hækkandi eftir samfellda lækkun mörg undanfarin ár. Því ræður stóraukin eftirspurn en líka Kórónuveiruskömmin og innrás Rússa í Úkraínu. Til lengri tíma litið mun ástandið væntanlega jafna sig og verð á vindmyllum lækka á ný. Svo eru það notkunarmöguleikarnir. Hvernig á að nota raforku sem er bara tiltæk hálft árið og enginn veit fyrirfram hvort logn verður á morgun? Hugsanlega til þess að framleiða vetni. Framleiðsal vetnis krefst mikillar fjárfestingar, bæði í tækjabúnaði og í geymslu þess vetnis sem framleitt er meðan vindurinn blæs. Er hægt að fá rafmagn annars staðar frá fyrir viðskiptavini vindrafmagns í logni? Það er hæpið því við erum ekki tengd raforkukerfi Evrópu, sem betur fer verð ég að segja. Vatnsafl er langbesti kosturinn til að spila á móti vindorku. Um þrír fjórðu hlutar þess rafmagns sem framleitt er í landinu kemur úr vatnsaflinu, um 15 teravattstundir (TWst) á ári af 20 í heildina. 1.000 vindmyllur myndu framleiða nálægt 15 TWst á ári. Allt vatnsafl í landinu myndi því vart duga til að sjá viðskiptavinum vindorkunnar fyrir rafmagni í logni. Hvenær eigum við að virkja vindinn og hvar? Í fyrsta lagi eigum við að anda með nefinu. Okkur liggur ekki svona mikið á. Vinnum verkið stig af stigi og látum reynsluna af fyrstu vindmyllugörðunum leiða okkur áfram. Best er auðvitað að virkja á röskuðum svæðum, til dæmis við þær virkjanir sem fyrir eru, en þar er auk þess hægt að tengja beint inn á flutningskerfi Landsnets. Það fyrirtæki sem mér sýnis hafa undirbúið sig af mestri kostgæfni fyrir vindorkuna er Landsvirkjun. Hún hefur rekið tilraunavindmyllur um árabil á svokölluðu Hafi upp af Búrfelli. Þar hefur hún safnað nauðsynlegum gögnum til þess að ráðast í frekari beislun vindsins. Mér finnst líklegt að Orkuveita Reykjavíkur muni reisa vindmyllur við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Undirbúningsrannsóknir eru hins vegar of skammt á veg komnar til að taka ákvörðun. Láglendið neðan við Hellisheiðarvirkjunar myndi sennilega henta ágætlega svo dæmi sé tekið. Samráð Lykilþáttur við undirbúning vindmyllugarða er samráð. Og þá er ég að tala um alvöru samráð, ekki einhliða upplýsingar. Samráð við heimafólk, landeigendur, sveitarfélögin, náttúruverndarsamtök og aðra hagaðila hverju nafni sem þeir nefnast. Hver vill eiga og reka vindmyllugarð við ramma andúð heimafólks? Og að lokum Ekkert er í hendi, hvorki í orkumálum né í framtíðinni. Rösum ekki um ráð fram. Við eigum ekki Ísland en við fáum að njóta þess meðan við lifum, hvert fyrir sig. Stórfelld spjöll á náttúru landsins, sem verða fyrir flumbrugang í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin. Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Að virkja sig frá loftslagsvánni Það er áríðandi, að mínu mati, að það samtal sem við eigum nú um orkumál og orkuskipti byggist á raunsæi og glöggum upplýsingum. Við erum einfaldlega farin að sjá til botns í hefðbundnum orkulindum okkar; vatnsafli og jarðvarma. 29. nóvember 2022 07:30
Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt. 28. nóvember 2022 07:30
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun