Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 15:14 Ævar Guðmundsson, forstjóri Freyju. Vísir Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar. Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar.
Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04