Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 14:01 Gunnar Magnússon var hundóánægður með varnarleik sinna manna, eins og áhorfendur Stöðvar 2 Sport fengu að sjá í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Gunnar lét leikmenn sína heyra það eftir að þeir voru lentir 17-11 undir gegn FH í Kaplakrika í gær, í Olís-deildinni í handbolta. Varnarleikur Aftureldingar hafði þá verið í molum og liðið tapaði á endanum 38-33. „Þeir eru búnir að gera allt sem við töluðum um að þeir væru að fara að gera á okkur, og við erum ekki að framkvæma neitt sem við ætluðum að gera. Við erum á hælunum!“ öskraði Gunnar á sína menn. „Þið eruð of aftarlega þristarnir [innskot: varnarmenn í miðri vörninni], klipptir sundur og saman, komið ykkur ekki fram fyrir línuna því þið eruð svo aftarlega og passívir. Það er skotið í gegnum ykkur! Það er labbað í gegnum ykkur! Hvað viljið þið hérna? Úr hverju eruð þið gerðir? Berjist fyrir þessu, varnarlega. Þetta er bara vinna sem þarf. Komið ykkur framar og komist í „contact“. Það er varla komið fríkast hérna. Það er eitt skot utan af velli og það var varið,“ öskraði Gunnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Reiðilestur Gunnars „Þetta var alvöru eldræða og maður sér þetta ekki á hverjum degi,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og vísaði til þess að Gunnar er alla jafna ansi yfirvegaður miðað við marga handboltaþjálfara. „Maður hefur verið í þessum þætti síðustu tvö ár og ég held að hann hafi tekið 1-2 svona leikhlé á hverju tímabili. Hann fer mjög sparlega með þetta og honum er verulega misboðið þegar hann hendir í þetta,“ sagði Theodór. Stefán Árni sýndi þá klippur úr seinni hálfleik þar sem varnarleikur Aftureldingar virtist hins vegar hreinlega ekkert hafa skánað við leikhléið. „Þetta er bara eins og vængjahurðin í Kringlunni,“ sagði Arnar Daði en umræðuna má sjá í klippunni hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira