Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2022 07:32 Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Vísir/Egill Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu. Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu.
Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55
Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58