Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2022 07:32 Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Vísir/Egill Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu. Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Orkuveitan stóð fyrir framkvæmdum við Suðurgötu sem fólust meðal annars í endurnýjun á lögnum. Stofnlögn vatns fór í sundur að næturlagi sem varð til þess að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Í fyrri tilkynningu frá Veitum kom fram að mistök hafi verið gerð til framkvæmdir sem fólust í að veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, hafi verið rofinn of snemma í verkinu. Enn hafi verið þrýstingur á lögninni sem varð til þess að hún hafi farið sundur á samskeytum með þessum afleiðingum. Áætlað er að ríflega tvö þúsund tonn af vatni hafi þá flætt um fimm byggingar skólans. Í árshlutauppgjöri OR kemur fram að dómskvaddir matsmenn hafi skilað matsskýrslu til Háskóla Íslands í janúar á þessu ári og var kostnaður vegna endurbóta þar metinn á samtals 123,6 milljónir króna. Við annað mat var svo lagt mat á útlagðan kostnað sem háskólinn taldi sig hafa orðið fyrir og var í kjölfarið lögð fram skaðabótakrafa upp á tæplega 224 milljónir króna auk vaxta. Fram kemur að VÍS og Veitur hafi í sameiginlegu bréfi hafnað kröfunni. Enn sé beðið eftir mati undirmatsmanna og dómskvaddra yfirmatsmanna. Er reiknað með að matsgerðir þeirra verði mögulega tilbúnar fyrir lok þessa árs. „OR - vatns- og fráveita er með frjálsa ábyrgðatryggingu sem tekur til skaðabótaábyrgðar sem fellur á félagið. Skilmálar þeirrar tryggingar mæla fyrir um 5 milljóna króna sjálfsábyrgð og 50% af fjárhæð tjóns eftir það. Þak tryggingarinnar er 300 milljónir króna,“ segir í uppgjörinu.
Orkumál Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Tryggingar Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55 Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. 26. janúar 2021 14:55
Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. 21. janúar 2021 11:58