Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Egill Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira