Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Egill Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ástandið í miðborginni í kjölfar hnífstunguárásarinnar veldur mörgum þungum áhyggjum; nú síðast mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar, sem segir í bókun fyrir helgi að íbúar eigi skýlausan rétt á öryggi og þörf sé á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda. Um helgina var stóraukinn viðbúnaður lögreglu í miðborginni vegna árásarinnar og áfram verður aukinn viðbúnaður fram yfir næstu helgi. En nýliðin helgi gekk að sögn vel, lögregla telur sig hafa stöðvað frekari hótanir sem gengið hafa á milli hópa sem tengjast árásinni á Bankastræti Club. Og hafði enn fremur nú um helgina hendur í hári þriggja sem hafa stöðu sakbornings. Birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur eðlilegt að samfélagið allt bregðist við stöðunni sem upp er komin. „Það sem er að gerast núna hefur verið birtingarmynd mjög grófs og alvarlegs ofbeldis og við höfum verið alveg skýr með það hjá borginni að við stöndum fast gegn öllu ofbeldi.“ Hefur borgin gert nóg hingað til? „Ég held að við þurfum að bregðast við því og svara spurningunni hvort þetta sé nýr veruleiki sem taka þurfi einhverjum nýjum tökum. En um leið verðum við að passa okkur í þessu eins og öðru að viðbrögðin við vandamáli séu ekki verri en vandamálið sjálft,“ segir Dagur. Það sem borgin geti gert nú sé að halda áfram góðu samstarfi við rekstraraðila - og ekki síst lögreglu. „Ég hef talað lengi fyrir því að sýnileg löggæsla og þessi gamla góða áhersla á lögreglu sem lögregluþjóna sé hluti af góðu, friðsömu samfélagi.“ Vinnuframlag starfsmannsins afþakkað Lögregla segir rannsókn á Bankastrætisárásinni sjálfri miða vel. Leki á myndbandi af árásinni var einnig til rannsóknar en starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið vikið frá störfum fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiðinu. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Málið telst leyst en ákvörðun um næstu skref verður tekin þegar öll gögn málsins hafa borist lögreglu.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira