Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:10 Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar. Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar.
Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira