„Blaðran er ekkert sprungin“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2022 22:15 Einar Jónsson og hans menn hafa þurft að þola þrjú töp í ansi jöfnum leikjum á heimavelli síðustu átta daga. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson. Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Fram varð að sætta sig við 32-29 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Framarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð á heimavelli á aðeins átta dögum, eftir frábæra og nokkuð óvænta byrjun á tímabilinu þar sem þeir voru einir um að halda í við Valsara. Er of langt gengið að segja að „blaðran“ sé sprungin? „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag og blaðran er ekkert sprungin. Við höfum verið í smá meiðslabasli og það sér hver heilvita maður að það er högg fyrir okkur að vera án Gauta [Þorsteins Gauta Hjálmarssonar]. Hann er búinn að missa af þessum þremur leikjum á þessari viku, og við höfum tapað þeim öllum. En svo er ýmislegt annað sem við þurfum að vinna í og laga. Frammistaðan í dag dugði ekki til sigurs en það er margt í okkar frammistöðu sem við getum tekið með okkur í næstu leiki,“ sagði Einar. Staðan í leiknum var jöfn, 29-29, þegar skammt var til leiksloka. „Þetta er svekkjandi. Við vorum búnir að jafna þetta en við grófum okkur djúpa holu í byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma sér inn í þetta aftur. Við vorum stutt frá því að geta náð í eitthvað í kvöld en það náðist ekki svo við vorum greinilega ekki nógu góðir,“ sagði Einar. „Þetta er svolítið „groundhog day“. Við brennum alltaf að minnsta kosti tveimur vítum í hverjum leik, og of mikið af upplögðum marktækifærum. Það er ég ekki sáttur við. Svo spilum við kafla mjög góða varnarlega en dettum líka niður. En það er erfitt að verjast Tandra sem er að negla í skeytin af fimmtán metrum. Rúnar [Kárason úr ÍBV] var svona í síðasta leik, og Einar [Rafn Eiðsson úr KA] þar á undan. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Leikmenn virðast kunna vel við sig í húsinu okkar. Þetta er dýrt. Núna fáum við rúma viku til að æfa og vinna í okkar málum og við þurfum að nýta tímann okkar vel,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Handbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira