Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 10:12 Kim Jong Un og dóttir hans, ásamt hermönnum einræðisríkisins. AP/KCNA Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga. Norður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Þá voru feðginin á ferðinni að skoða Hwasong-17 eldflaugar ríkisins sem borið geta kjarnorkuvopn. Í fréttum frá Norður-Kóreu er haft eftir Kim að eldflaugarnar séu þær öflugustu í heiminum og væru til marks um vilja Norður-Kóreu til að standa í hárinu á Bandaríkjunum og verða eitt öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í frétt Guardian segir að talið sé að Kim eigi allt að þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Þá segir þar að opinberun dótturinnar hafi ýtt undir vangaveltur um að Kim sé þegar byrjaður að undirbúa þjóðina fyrir valdatöku fjórðu kynslóðar Kim-ættarinnar og öfugt. Sjá einnig: Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Ju Ae er talin vera tólf eða þrettán ára gömul og hefur henni verið lýst í fjölmiðlum sem ástkærri dóttur einræðisherrans. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni þykir dóttir Kim líkjast móður sinni Ri Sol Ju. Talið er að Ju Ae sé tólf eða þrettán ára gömul.AP/KCNA Í áðurnefndum fréttum frá Norður-Kóreu er einnig haft eftir Kim að vísindamenn ríkisins hafi náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna sem hægt sé að koma fyrir í eldflaugum eins og Hwasong-17. Minnka þarf kjarnorkuvopn til að koma þeim fyrir í eldflaugum og undirbúa kjarnorkuoddana til að þola gífurlegan hita og þrýsting sem fylgir því að koma aftur í gufuhvolfið eftir að hafa verið skotið hátt á loft. Slík vopn þurfa einnig að geta hitt ætluð skotmörk við þessar aðstæður. Þó nokkur ár eru síðan Kim sagði vísindamenn sína hafa fullklárað slík kjarnorkuvopn. Sérfræðingar hafa þó ávalt dregið það í efa en sagt að mögulegt sé að Norður-Kórea gæti náð þessum áfanga.
Norður-Kórea Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira