Vefurinn bilaður og kaupglaðir Íslendingar fylla búðir Elko Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2022 13:01 Elko í Lindum í Kópavogi. Stærsta rekstrareining Elko-búðanna en næst stærst er vefverslunin en vefurinn er nú bilaður sem þýðir líklega það að enn fleiri mæta í búðirnar sem nú eru troðfullar af kaupglöðum Íslendingum. vísir/vilhelm Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir fyrirliggjandi að landsmenn skipuleggi heildarkaup ársins í kringum afsláttardaga. Afsláttardagar á borð við Svartan föstudag hafi klárlega gerbreytt kauphegðun landsmanna. „Það var röð fyrir utan allar verslanir í morgun. Full verslun í Lindum strax í morgun, á Akureyri og í Skeifunni,“ segir Arinbjörn í samtali við Vísi. Söluvefurinn bilaður á langmesta söludegi ársins Svo virðist sem annáluð kaupgleði Íslendinga sé síst í rénun þrátt fyrir nýlega og umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Bilun var á vef Elko í gærkvöldi og í dag sem Arinbjörn segir afar óheppilegt enda sé um að ræða langstærsta söludag ársins í dag, á Svörtum föstudegi. „Það er stórt teymi sem vinnur að viðgerð enda er um að ræða einn stærsta söluvef landsins í smásöluverslun. Við sjáum til. En þetta er bagalegt því vefverslunin er mikilvæg, stærsta rekstrareining Elko fyrir utan Lindir.“ Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir það vissulega afar óheppilegt að söluvefur keðjunnar sé bilaður nú á þessum helsta söludegi ársins.aðsend Arinbjörn segir að þeir verði að sjá hvernig fer en bilunin er ekki vegna álags heldur einhverjar villur í kerfinu sem gerðu vart við sig. Og hann telur að þetta hafi leitt til þess að fólk hafi brugðið undir sig betri fætinum og steðjað á staðinn. Markaðsstjórinn segir allt leggjast á eitt hvað varði að hinn svarti föstudagur sé helsti söludagur ársins. Margir vilji nýta þennan dag til að ganga frá jólagjöfum en kannanir hafi leitt í ljós að meðal-Íslendingurinn gefi tíu gjafir og fleiri. Því muni um minna þegar afslættir eru góðir. Elko sprengi ekki upp verð til að gefa svo ríflega afslætti Lengi hefur verið talað um það að verslunarmenn freistist til að hækka verð á vörum sínum áður en að afsláttardögum kemur til að geta svo auglýst ríflega afslætti. Arinbjörn segir það sannarlega ekki eiga við þá í Elko. Undirbúningur fyrir Svartan föstudag hefjist hálfu ári áður, og um sé að ræða samstillt átak verslunarinnar og birgja; að geta boðið sem hagstæðast verðið. „Þá brugðum við á það ráð að birta verðsögu vörunnar. Sem þýðir gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og eykur aðhald á okkur.“ Spurður hvaða vörur það séu vinsælastar segir Arinbjörn það í raun allan skalann, því fólk noti tækifærið og kaupi nú jólagjafir. En nefnir þó að sjónvörp séu ávallt vinsæl þegar góður afsláttur býðst. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
„Það var röð fyrir utan allar verslanir í morgun. Full verslun í Lindum strax í morgun, á Akureyri og í Skeifunni,“ segir Arinbjörn í samtali við Vísi. Söluvefurinn bilaður á langmesta söludegi ársins Svo virðist sem annáluð kaupgleði Íslendinga sé síst í rénun þrátt fyrir nýlega og umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Bilun var á vef Elko í gærkvöldi og í dag sem Arinbjörn segir afar óheppilegt enda sé um að ræða langstærsta söludag ársins í dag, á Svörtum föstudegi. „Það er stórt teymi sem vinnur að viðgerð enda er um að ræða einn stærsta söluvef landsins í smásöluverslun. Við sjáum til. En þetta er bagalegt því vefverslunin er mikilvæg, stærsta rekstrareining Elko fyrir utan Lindir.“ Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko segir það vissulega afar óheppilegt að söluvefur keðjunnar sé bilaður nú á þessum helsta söludegi ársins.aðsend Arinbjörn segir að þeir verði að sjá hvernig fer en bilunin er ekki vegna álags heldur einhverjar villur í kerfinu sem gerðu vart við sig. Og hann telur að þetta hafi leitt til þess að fólk hafi brugðið undir sig betri fætinum og steðjað á staðinn. Markaðsstjórinn segir allt leggjast á eitt hvað varði að hinn svarti föstudagur sé helsti söludagur ársins. Margir vilji nýta þennan dag til að ganga frá jólagjöfum en kannanir hafi leitt í ljós að meðal-Íslendingurinn gefi tíu gjafir og fleiri. Því muni um minna þegar afslættir eru góðir. Elko sprengi ekki upp verð til að gefa svo ríflega afslætti Lengi hefur verið talað um það að verslunarmenn freistist til að hækka verð á vörum sínum áður en að afsláttardögum kemur til að geta svo auglýst ríflega afslætti. Arinbjörn segir það sannarlega ekki eiga við þá í Elko. Undirbúningur fyrir Svartan föstudag hefjist hálfu ári áður, og um sé að ræða samstillt átak verslunarinnar og birgja; að geta boðið sem hagstæðast verðið. „Þá brugðum við á það ráð að birta verðsögu vörunnar. Sem þýðir gegnsæi gagnvart viðskiptavinum og eykur aðhald á okkur.“ Spurður hvaða vörur það séu vinsælastar segir Arinbjörn það í raun allan skalann, því fólk noti tækifærið og kaupi nú jólagjafir. En nefnir þó að sjónvörp séu ávallt vinsæl þegar góður afsláttur býðst.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. 18. nóvember 2022 15:11