Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:31 Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun