Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:31 Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun