Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 12:31 Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. Háir vextir hafa mikil og þung áhrif á heimilin. Áhrif á fyrirtæki landsins eru sömuleiðis auðvitað mikil. Og á allt samfélagið. Birtingarmyndir hárra vaxta segja mikla sögu. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu. Vorið 2021 borgaði þetta heimili um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláninu sínu. Fjölskyldan sem um ræðir er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að afborgun á láninu er 330 þúsund kr. á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um 150 þúsund krónur á mánuði. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum tilvikum umfram það sem heimilið ræður við. Vextir á Íslandi þrefalt hærri en í Evrópu En hér þarf að horfa á stóru myndina. Vextir á Íslandi eru hærri en annars staðar í Evrópu þrátt fyrir að verðbólga hér sé lægri en ytra. Það er umhugsunarverð staðreynd. Í löndunum í kringum okkur er verðbólgan í hæstu hæðum, meðal annars vegna innrásar Rússa í Úkraínu og orkukreppu sem innrásin hefur valdið. Íslendingar búa ekki þessa við orkukreppu. En þrátt fyrir það eru stýrivextir hér þrefalt hærri en stýrivextir Evrópska seðlabankans. Stýrivextir á Íslandi eru þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Og ástæða þessa vaxtaumhverfis er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sumarfrí í sólina á Tenerife. Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene. Eftir stendur þá spurningin: Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýrivexti á Íslandi en annars staðar í Evrópu til að vinna gegn verðbólgu sem er undir meðaltali í álfunni? Ástæðan er ekki síst gjaldmiðillinn okkar. Aðrar þjóðir eru með öflugri gjaldmiðil. Fer ekki að verða tímabært að stjórnvöld horfist í augu við þetta? Og að aðilar vinnumarkaðarins geri það líka? Heimili landsins sem finna fyrir stöðugt hækkandi vöxtum eiga að spyrja sig hverjar ástæðurnar fyrir þessu umhverfi eru. Hvers vegna þarf íslenskt fasteignalán að vera margfalt dýrara en í Evrópu? Svarið er: Íslenska krónan veldur því að lánin okkar eru margfalt dýrari. Við bætast önnur áhrif af sveiflukenndum gjaldmiðli sem auka kostnað heimila og ríkissjóðs. Lágir vextir eru ekki veruleiki íslenskrar krónu Því miður er útlit fyrir að vextir verði áfram töluvert hærri á Íslandi en í nágrannaríkjunum. Þetta er gömul saga og ný. Í aðdraganda síðustu kosninga var boðað lágvaxtaskeið en öll okkar saga er hins vegar sú að vaxtaumhverfi á Íslandi er annað en í Evrópu. Það var mikill glannaskapur af hálfu stjórnvalda að segja ungu fólki að hér væru lágir vextir að festast í sessi. Lágir vextir eru einfaldlega ekki veruleiki íslenskrar krónu. Og vegna þessara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í ríkisfjármálum og meiri þörf á ábyrgri efnahagsstjórn. Ef ríkisstjórnin stendur ekki vaktina hér eru heimili landsins dæmd til að bera þungann af þessu verðbólguskeiði. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Það hafa þau því miður ekki gert. Næstu fjárlög ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ríkisfjármálin gegna grundvallarhlutverki um það að Seðlabankinn geti náð fram markmiðum sínum í um að ná verðbólgu niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki axlað sína ábyrgð í þessu mikla verkefni. Ríkisstjórnin þarf að sinna sínu hlutverki Tugmilljarðaaukning á útgjöldum á sama tíma og ríkissjóður er rekinn með halla eru vondar fréttir á verðbólgutímum. Þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið ríkisins vinna gegn markmiðinu um að stemma stigu við verðbólgunni. Á þetta hefur Seðlabankinn bent, á þetta hafa Samtök atvinnulífsins bent og á þetta hefur Viðreisn bent. Eitt sterkasta framlag ríkisstjórnarinnar gagnvart erfiðum kjarasamningum væri að stýra ríkisfjármálum þannig að markmið um að ná tökum á verðbólgu skilaði árangri. Þetta er stóra myndin. Og hún hefur lítið með sólina á Tenerife að gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun