Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2022 18:00 Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Húsnæðismál Seðlabankinn Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun