Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum í hádeginu kom fram að grjót hefði farið að berast upp á Ægisgötu og háflóði hefði þá ekki náð enn.
Uppfært 13:30:
Lögreglan á Suðurnesjum birti myndina á Facebook í hádeginu. Þegar fréttastofa hafði samband við lögreglu klukkan 13:30 fengust þær upplýsingar að um væri að ræða gamla mynd og að loka hafi þurft veginum í gær, ekki í dag. Vegurinn er því opinn. Færsla lögreglunnar hefur verið tekin út af Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.