Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2022 17:05 Hekluskógar kallast verkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem felst í endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Vísir Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11