Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 10:44 Myndskeiðið er talið tengjast árásinni á Bankastræti Club s.l. fimmtudagskvöld Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41