Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 11:53 Guðni með spreybrúsann á lofti. Haraldur þykist vera hissa en um leikþátt þeirra félaga var að ræða. Vísir/Vilhelm „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira