Inga sakar andstæðinga sína á þingi um popúlisma og bellibrögð Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2022 10:33 Inga vandar þingmönnum annarra flokka ekki kveðjurnar, segir þá alla aðra í orði en á borði. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sakar þingmenn annarra flokka um popúlisma, fláræði og sýndarmennsku. Þeir segi eitt í kosningabaráttu sem reynast svo orðin tóm. „Það er sorglegt að sjá hverja silkihúfuna á fætur annarri koma fram fyrir kosningar og lofa öllu fögru, en standa svo ekki við eitt né neitt eftir kosningar. Það er ömurlegt að horfa upp á það,“ segir Inga í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þau Inga og Sölvi koma víða við en sérstaka athygli vekur að hún vandar samstarfsfólki sínu á þingi ekki kveðjurnar. „Auðvitað þarf maður að gera málamiðlanir í samsteypustjórnum en fólk verður að setja línuna einhvers staðar. Það tók mig tíma að fatta sumt af þeim popúlisma sem á sér stað hjá Alþingismönnum. Eitt af því eru ákveðin upphlaup og hálfgerðar leiksýningar til að komast að í fjölmiðlum.” Flokkur fólksins njóti einungis neikvæðrar athygli Þá þykir formanninum sem sinn flokkur sé hornkerling í umfjöllun fjölmiðla um pólitíkina, ekki síst hjá Ríkisútvarpinu og þetta vill hún láta rannsaka sérstaklega, hvers vegna aðgengi Flokks fólksins er svo lítið sem henni sýnist vera reyndin? „Við erum með jafnstóran þingflokk og Samfylkingin, en fáum ekki nema brot af tímanum sem þau fá í þáttum og fréttum á RÚV til dæmis. Við erum nánast ofan í kjallara þegar tekið er saman athygli sem flokkarnir fá í fjölmiðlum. Það var bara í kringum Klaustursmálið sem við lyftumst upp og fengum athygli. En það virðist bara eiga sér stað ef það er eitthvað mjög neikvætt sem er í gangi. Við erum að láta taka saman tölur um það fyrir okkur sem sýna hvernig aðgengi okkar að RÚV er ekki í neinu samhengi við fylgið. Þessar tölur verða vonandi klárar fyrir jól. En það er augljóst misræmi á milli þess hvernig fjölmiðlar fjalla um stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.” Eina athyglin sem Flokkur fólksins nýtur meðal blaðamanna sé þegar eitthvað orkar tvímælis. Og hún sakar fjölmiðla um að rífa flest úr samhengi sem hún segir. „Það er auðvitað hundleiðinlegt að þurfa alltaf að vera á varðbergi, en ég lærði það fljótt að ef maður leyfir sér of mikið að vera maður sjálfur er líklegt að það sé tekið úr samhengi. Jafnvel eitthvað grín, sem endar svo sem einhver flennistór fyrirsögn úr öllu samhengi. Þannig upplifði ég það fyrst þegar ég fór í stjórnmálin. Núna er ég farin að passa mig, þannig að pólitískir andstæðingar fái ekki tækifæri til að ráðast á mann fyrir eitthvað sem ekkert var. En þegar ég er að vinna að málefnum sem eru ástríða hjá mér, þá segi ég nákvæmlega það sem mér finnst og hvernig mér líður,” segir Inga. Þekkir fátækt á eigin skinni Inga er einnig á persónulegum nótum í viðtalinu. Hún segist ekki þekkja neitt nema það að hafa tíu prósenta sjón og sjá ekki liti. „Ég fékk hlaupabólu sem lítið barn og svo heilahimnubólgu út frá því og var eiginlega alveg blind til tveggja ára aldurs, en svo fór einhver skíma að koma til baka og hef verið með um 10% sjónmest alla tíð og sé enga liti og get að sjálfsögðu ekki verið með bílpróf. Ég nýti mér óspart ferðaþjónustu blindra og það var bylting þegar hún kom til sögunnar. Inga segir fjölmiðla hreinlega stunda það að rífa það sem hún segir úr samhengi.vísir/vilhelm En á einhvern hátt held ég að það að glíma við hluti eins og sjónleysi hjálpi manni að skilja þá sem glíma við erfiðleika. Kannski er það hluti af því að ég má ekkert aumt sjá án þess að vilja hjálpa.” Inga lýsir því jafnframt að hún hafi alist upp sem dóttir verkamanns á Ólafsfirði við rýran kost. Og hún brenni fyrir að útrýma fátækt, sem hún þekki á eigin skinni. „Við munum auðvitað aldrei getað komið í veg fyrir að einhverjir misnoti almannatryggingakerfið, en það er ekki eðlilegt að nokkrir svindlarar eyðileggi fyrir fólki í sárri neyð.” Upplifað sáran missi Inga segir að sér líði illa þegar öðrum líður illa, einkum dýr og börn og þeir sem minna megi sín. Sjálf hefur hún upplifað sáran missi. „Ég missti bróður minn og besta vin þegar hann var bara ungur. Hann og annar ungur maður drukknuðu undan Siglunesinu. Í síðasta skiptið sem ég hitti hann hélt ég á yngsta stráknum mínum og hann bað mig um að skýra hann í höfuðið á sér, en þá var búið að ákveða nafnið á honum og ég var eitthvað að fíflast í honum, en svo var hann bara farinn." Svo skömmu síðar hrapaði mágur Ingu í fjallgöngu og lét lífið og þá missti hún tengdason minn frá litlu barni og dóttur. „Eftir þetta get ég eiginlega ekki einu sinni farið í jarðarfarir. En þessir atburðir eru líklega hluti af því að ég vil berjast fyrir þá sem minna mega sín og glíma við erfiðleika. Ég held að það sé líka mikilvægt að koma vel fram við alla sem á vegi manns verða. Maður veit aldrei hvenær maður er að sjá einhvern í síðasta sinn.” Alþingi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Það er sorglegt að sjá hverja silkihúfuna á fætur annarri koma fram fyrir kosningar og lofa öllu fögru, en standa svo ekki við eitt né neitt eftir kosningar. Það er ömurlegt að horfa upp á það,“ segir Inga í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þau Inga og Sölvi koma víða við en sérstaka athygli vekur að hún vandar samstarfsfólki sínu á þingi ekki kveðjurnar. „Auðvitað þarf maður að gera málamiðlanir í samsteypustjórnum en fólk verður að setja línuna einhvers staðar. Það tók mig tíma að fatta sumt af þeim popúlisma sem á sér stað hjá Alþingismönnum. Eitt af því eru ákveðin upphlaup og hálfgerðar leiksýningar til að komast að í fjölmiðlum.” Flokkur fólksins njóti einungis neikvæðrar athygli Þá þykir formanninum sem sinn flokkur sé hornkerling í umfjöllun fjölmiðla um pólitíkina, ekki síst hjá Ríkisútvarpinu og þetta vill hún láta rannsaka sérstaklega, hvers vegna aðgengi Flokks fólksins er svo lítið sem henni sýnist vera reyndin? „Við erum með jafnstóran þingflokk og Samfylkingin, en fáum ekki nema brot af tímanum sem þau fá í þáttum og fréttum á RÚV til dæmis. Við erum nánast ofan í kjallara þegar tekið er saman athygli sem flokkarnir fá í fjölmiðlum. Það var bara í kringum Klaustursmálið sem við lyftumst upp og fengum athygli. En það virðist bara eiga sér stað ef það er eitthvað mjög neikvætt sem er í gangi. Við erum að láta taka saman tölur um það fyrir okkur sem sýna hvernig aðgengi okkar að RÚV er ekki í neinu samhengi við fylgið. Þessar tölur verða vonandi klárar fyrir jól. En það er augljóst misræmi á milli þess hvernig fjölmiðlar fjalla um stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.” Eina athyglin sem Flokkur fólksins nýtur meðal blaðamanna sé þegar eitthvað orkar tvímælis. Og hún sakar fjölmiðla um að rífa flest úr samhengi sem hún segir. „Það er auðvitað hundleiðinlegt að þurfa alltaf að vera á varðbergi, en ég lærði það fljótt að ef maður leyfir sér of mikið að vera maður sjálfur er líklegt að það sé tekið úr samhengi. Jafnvel eitthvað grín, sem endar svo sem einhver flennistór fyrirsögn úr öllu samhengi. Þannig upplifði ég það fyrst þegar ég fór í stjórnmálin. Núna er ég farin að passa mig, þannig að pólitískir andstæðingar fái ekki tækifæri til að ráðast á mann fyrir eitthvað sem ekkert var. En þegar ég er að vinna að málefnum sem eru ástríða hjá mér, þá segi ég nákvæmlega það sem mér finnst og hvernig mér líður,” segir Inga. Þekkir fátækt á eigin skinni Inga er einnig á persónulegum nótum í viðtalinu. Hún segist ekki þekkja neitt nema það að hafa tíu prósenta sjón og sjá ekki liti. „Ég fékk hlaupabólu sem lítið barn og svo heilahimnubólgu út frá því og var eiginlega alveg blind til tveggja ára aldurs, en svo fór einhver skíma að koma til baka og hef verið með um 10% sjónmest alla tíð og sé enga liti og get að sjálfsögðu ekki verið með bílpróf. Ég nýti mér óspart ferðaþjónustu blindra og það var bylting þegar hún kom til sögunnar. Inga segir fjölmiðla hreinlega stunda það að rífa það sem hún segir úr samhengi.vísir/vilhelm En á einhvern hátt held ég að það að glíma við hluti eins og sjónleysi hjálpi manni að skilja þá sem glíma við erfiðleika. Kannski er það hluti af því að ég má ekkert aumt sjá án þess að vilja hjálpa.” Inga lýsir því jafnframt að hún hafi alist upp sem dóttir verkamanns á Ólafsfirði við rýran kost. Og hún brenni fyrir að útrýma fátækt, sem hún þekki á eigin skinni. „Við munum auðvitað aldrei getað komið í veg fyrir að einhverjir misnoti almannatryggingakerfið, en það er ekki eðlilegt að nokkrir svindlarar eyðileggi fyrir fólki í sárri neyð.” Upplifað sáran missi Inga segir að sér líði illa þegar öðrum líður illa, einkum dýr og börn og þeir sem minna megi sín. Sjálf hefur hún upplifað sáran missi. „Ég missti bróður minn og besta vin þegar hann var bara ungur. Hann og annar ungur maður drukknuðu undan Siglunesinu. Í síðasta skiptið sem ég hitti hann hélt ég á yngsta stráknum mínum og hann bað mig um að skýra hann í höfuðið á sér, en þá var búið að ákveða nafnið á honum og ég var eitthvað að fíflast í honum, en svo var hann bara farinn." Svo skömmu síðar hrapaði mágur Ingu í fjallgöngu og lét lífið og þá missti hún tengdason minn frá litlu barni og dóttur. „Eftir þetta get ég eiginlega ekki einu sinni farið í jarðarfarir. En þessir atburðir eru líklega hluti af því að ég vil berjast fyrir þá sem minna mega sín og glíma við erfiðleika. Ég held að það sé líka mikilvægt að koma vel fram við alla sem á vegi manns verða. Maður veit aldrei hvenær maður er að sjá einhvern í síðasta sinn.”
Alþingi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira