Boltinn er enn hjá vinnumarkaðnum Halldór Benjamín Þorbergsson og Konráð S. Guðjónsson skrifa 21. nóvember 2022 09:30 Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Konráð S. Guðjónsson Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana. Á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar sagði seðlabankastjóri: „… við erum búin að hækka vexti. Áhrifin eru komin fram. Ætla aðrir að taka við boltanum? Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum af okkur?“ Hvað varðar vinnumarkaðinn getum við afdráttarlaust sagt: Vinnumarkaðurinn er með boltann og á eftir að senda hann – vonandi áfram á næsta mann eða í mark en ekki út af og upp í stúku. Vendipunktur í kjaraviðræðum? Nýlega hafa SGS, VR/LÍV og samflot iðnaðarmanna vísað kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um er að ræða hópa sem semja fyrir meirihluta launafólks á almennum markaði og gefa því eðli máls samkvæmt tóninn í almennri launaþróun næstu misseri. Með því færist nýr taktur í kjaraviðræðurnar og ýmislegt getur gerst. Það sem skiptir mestu máli er að flestir samningsaðilar hafa talað fyrir því að ljúka tiltölulega stuttum kjarasamningum hratt og örugglega. Samtök atvinnulífsins hafa t.a.m. lagt mikla áherslu á að hækka laun og verja kaupmátt upp að því marki að það kalli ekki á vaxtahækkanir Seðlabankans. Fær vinnumarkaðurinn að taka við boltanum? Þetta ferli er í þessum skilningi rétt svo að hefjast. Til að halda áfram með myndmál seðlabankastjóra má jafnvel segja að vinnumarkaðurinn sé rétt svo að grípa boltann. Miklar vaxtahækkanir ofan í skilaboðin síðast og stöðuna nú mætti því túlka sem svo að Seðlabankinn hafi aldrei gefið boltann og að vinnumarkaðurinn hafi í raun ekki tækifæri á að spila með. Veruleikinn er sá að það er raunhæft markmið að ná niður verðbólgu án þess að það komi til frekari vaxtahækkana ef launahækkanir og fleiri þættir eru innan þess ramma sem samræmist því að verðbólgan taki að hjaðna. Til að það markmið verði að veruleika er æskilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans sitji hjá að þessu sinni. Ekki aðkallandi að hækka vexti núna Óháð stöðunni á vinnumarkaði, sem er jú alls ekki það eina sem peningastefnunefnd þarf af horfa til, er hægt týna til ýmis rök fyrir að vextir Seðlabankans ættu að hækka. Má þar helst nefna minnkandi vaxtamun við útlönd, hækkun verðbólguálags á markaði, meiri verðbólgu í október en reiknað var með og að húsnæðisverðshækkanir hafa reynst þrálátari en flestir reiknuðu með. Án þess að fara í smáatriðin er margt sem bendir til þess að þessir þættir breyti ekki stóru myndinni, t.a.m. að horfur eru á minnkandi verðbólgu og áhrif mikilla vaxtahækkana á árinu á verðbólgu eru enn vart byrjuð að koma fram. Frá sjónarhóli Seðlabankans vitum við líka að raunvaxtastig á ólíka mælikvarða skiptir miklu máli. Á mælikvarða verðbólgu og fjögurra ólíkra mælikvarða á eins árs verðbólguvæntingar hefur það raunvaxtastig áfram þokast upp á við eftir síðustu vaxtaákvörðun – ólíkt því sem var þegar vextir fóru hratt hækkandi. Við lifum í heimi viðvarandi óvissu og því mögulegt að það muni koma til þess að vextir þurfi að hækka á næstunni. En eins og þróunin hefur verið liggur ekki á að hækka vexti á þessum tímapunkti. Lækkandi vextir eru sameiginlegt hagsmunamál Fái vinnumarkaðurinn tækifæri til að spila af ábyrgð úr kjarasamningagerð með Seðlabankann á hliðarlínu skapast tækifæri til að ná í senn niður verðbólgu og vöxtum. Þetta skiptir heimilin gríðarlega miklu máli því eins og þekkt er orðið eru það bæði hækkandi vextir og almennar verðhækkanir sem kroppa í kaupmátt fólks um þessar mundir. Með því að snúa þeirri þróun við má auka kaupmátt umtalsvert. Hvað varðar fyrirtækin eru áhrifin hliðstæð. Líklega er stærsta ástæðan fyrir almennt góðri afkomu íslensks atvinnulífs á síðasta ári lágt vaxtastig og hagstæð fjármögnunarskilyrði. Það gerði þeim kleift að vinna til baka öll störfin sem glötuðust í faraldrinum og kom vafalítið í veg fyrir að fjölmörg fyrirtæki legðu upp laupana. Núna hefur staðan snúist í 180 gráður og bara spurning um hversu mikið en ekki hvort verðbólga, vextir, og veiking krónunnar séu að klípa í afkomu fyrirtækja rétt eins og heimila. Fimmtungs lækkun hlutabréfaverðs frá áramótum gæti gefið einhverja vísbendingu. Aðalatriðið er einfalt: Minni verðbólga og lækkun vaxta er sameiginlegt hagsmunamál sem allir þurfa að vinna að og vinnumarkaðurinn þarf að fá tækifæra til að leysa. Óbreyttir vextir á miðvikudaginn yrðu gott innlegg í þá lausn. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAKonráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar