Gekk sárkvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. nóvember 2022 19:31 Nanna Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk sárkvalin á milli lækna í sjö ár en segir engan hafa tengt einkennin við breytingaskeiðið sem hún var byrjuð á. egill aðalsteinsson Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar. Fyrir sjö árum fór hin 48 ára gamla Nanna Sigurðardóttir að finna fyrir miklu heilsuleysi. Einkennin voru fjölmörg og komu fram smátt og smátt en Nanna glímdi við svefnleysi, stanslausa höfuðverki, bakverki, vöðva- og liðverki, kvíða, pirring, svima, einbeitingarskort, eyrnasuð og háan blóðþrýsting. Í sjónvarpsfréttinni má sjá læknisheimsóknir hennar frá árinu 2014 til byrjun ársins 2022 en í þessi sjö ár gekk hún á milli lækna í leit að þjónustu. „Afhverju er ég með svona mikinn hausverk, er hægt að fá eitthvað við því? Og þá fékk ég bólgueyðandi. Ég fór í heilaskanna. Síðan fór ég til hjartalæknis því ég var með hjartsláttarónot og þá var það hjartalínurit,“ sagði Nanna Sigurðardóttir, matreiðslumeistari. Ráðlagt að fá sér rauðvín til að lina verki Hún fékk uppáksrifuð verkjalyf, kvíðalyf, bólgueyðandi lyf, blóðþrýstingslyf og svefnlyf svo dæmi séu tekin. „Það var bara... Já við skulum setja þig á þessi lyf og þessi lyf en það var aldrei skoðað hvers vegna ég væri síendurtekið að koma. Það var aldrei skoðað.“ Í einni heimsókninni ráðlagði læknir henni að fá sér eitt til tvö rauðvínsglös á kvöldin til að lina verki. Nanna segir að einn læknir hafi ráðlagt henni að fá sér rauðvínsglas á kvöldin til þess að lina verki.egill aðalsteinsson Komin í þrot Í mars á þessu ári var Nanna orðin svo þjökuð að hún gerði tilraun til að svipta sig lífi með því að gleypa öll lyfin sem hún hafði fengið uppáskrifuð. Sem betur fer kom maður Nönnu henni til bjargar. „Ég var alveg komin í þunglyndi og þrot. Mig langaði ekki að lifa, ég gat ekki lifað svona.“ Nanna segir að í þessum fjölmörgu læknisheimsóknum hafi aldrei neinn velt því upp hvort einkennin tengdust breytingaskeiðinu. „Nei aldrei, enginn nefndi það. Ég kveikti heldur ekki á perunni því ég var ekki með hitakóf og ekki svita.“ Sem eru klassísk einkenni breytingaskeiðs. Nanna setti allt í fimmta gír og reyndi að „Googla“ sig í gegnum veikindin. Eftir langa leit fór að læðast að henni sá grunur að hún væri að glíma við einkenni breytingaskeiðs og biður lækni um hormónauppbót. „Og hann lætur mig á kvíðalyf.“ Eftir rökræður í klukkustund ákveður læknirinn að skrifa upp á lægsta skammt hormóna ásamt kvíðalyfjunum. Hormónarnir gerðu lítið fyrir Nönnu og hún hélt áfram að ganga á milli lækna, í þetta sinn kvensjúkdómalækna og hitti á einn sem þekkti einkenni breytingaskeiðs og sagði að hormónaskammturinn sem hún hafi áður fengið væri allt of lítill. „Hann sagði að það þyrfti að kýla inn stórum skammti og síðan skoðum við það eftir fimm ár að lækka hann.“ Nanna fór að lesa sér mikið til um einkenni breytingaskeiðs eftir að hún fór að átta sig á að það gæti verið að hrjá hana.egill aðalsteinsson Nanna fór á hormónauppbótameðferð og lífið gjörbreyttist. Verkirnir hurfu og Nanna endurheimti sig og orkuna. Fyrir rúmum mánuði kom í ljós að í Nönnu vantaði allt testósterón og tekur hún það nú samhliða estrógen hormónum. Hún segir að læknar þurfi afla sér þekkingar um margvísleg einkenni breytingaskeiðs. Nanna deildi þessari þrautagöngu sinni á Facebook og hefur fengið viðbrögð frá fjölmörgum konum í sömu sporum. „Þær séu búnar að ganga í gegnum þetta allt og meira til. Margar hverjar eru dottnar út af vinnumarkaði. Þannig þetta er rosalegt.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Fyrir sjö árum fór hin 48 ára gamla Nanna Sigurðardóttir að finna fyrir miklu heilsuleysi. Einkennin voru fjölmörg og komu fram smátt og smátt en Nanna glímdi við svefnleysi, stanslausa höfuðverki, bakverki, vöðva- og liðverki, kvíða, pirring, svima, einbeitingarskort, eyrnasuð og háan blóðþrýsting. Í sjónvarpsfréttinni má sjá læknisheimsóknir hennar frá árinu 2014 til byrjun ársins 2022 en í þessi sjö ár gekk hún á milli lækna í leit að þjónustu. „Afhverju er ég með svona mikinn hausverk, er hægt að fá eitthvað við því? Og þá fékk ég bólgueyðandi. Ég fór í heilaskanna. Síðan fór ég til hjartalæknis því ég var með hjartsláttarónot og þá var það hjartalínurit,“ sagði Nanna Sigurðardóttir, matreiðslumeistari. Ráðlagt að fá sér rauðvín til að lina verki Hún fékk uppáksrifuð verkjalyf, kvíðalyf, bólgueyðandi lyf, blóðþrýstingslyf og svefnlyf svo dæmi séu tekin. „Það var bara... Já við skulum setja þig á þessi lyf og þessi lyf en það var aldrei skoðað hvers vegna ég væri síendurtekið að koma. Það var aldrei skoðað.“ Í einni heimsókninni ráðlagði læknir henni að fá sér eitt til tvö rauðvínsglös á kvöldin til að lina verki. Nanna segir að einn læknir hafi ráðlagt henni að fá sér rauðvínsglas á kvöldin til þess að lina verki.egill aðalsteinsson Komin í þrot Í mars á þessu ári var Nanna orðin svo þjökuð að hún gerði tilraun til að svipta sig lífi með því að gleypa öll lyfin sem hún hafði fengið uppáskrifuð. Sem betur fer kom maður Nönnu henni til bjargar. „Ég var alveg komin í þunglyndi og þrot. Mig langaði ekki að lifa, ég gat ekki lifað svona.“ Nanna segir að í þessum fjölmörgu læknisheimsóknum hafi aldrei neinn velt því upp hvort einkennin tengdust breytingaskeiðinu. „Nei aldrei, enginn nefndi það. Ég kveikti heldur ekki á perunni því ég var ekki með hitakóf og ekki svita.“ Sem eru klassísk einkenni breytingaskeiðs. Nanna setti allt í fimmta gír og reyndi að „Googla“ sig í gegnum veikindin. Eftir langa leit fór að læðast að henni sá grunur að hún væri að glíma við einkenni breytingaskeiðs og biður lækni um hormónauppbót. „Og hann lætur mig á kvíðalyf.“ Eftir rökræður í klukkustund ákveður læknirinn að skrifa upp á lægsta skammt hormóna ásamt kvíðalyfjunum. Hormónarnir gerðu lítið fyrir Nönnu og hún hélt áfram að ganga á milli lækna, í þetta sinn kvensjúkdómalækna og hitti á einn sem þekkti einkenni breytingaskeiðs og sagði að hormónaskammturinn sem hún hafi áður fengið væri allt of lítill. „Hann sagði að það þyrfti að kýla inn stórum skammti og síðan skoðum við það eftir fimm ár að lækka hann.“ Nanna fór að lesa sér mikið til um einkenni breytingaskeiðs eftir að hún fór að átta sig á að það gæti verið að hrjá hana.egill aðalsteinsson Nanna fór á hormónauppbótameðferð og lífið gjörbreyttist. Verkirnir hurfu og Nanna endurheimti sig og orkuna. Fyrir rúmum mánuði kom í ljós að í Nönnu vantaði allt testósterón og tekur hún það nú samhliða estrógen hormónum. Hún segir að læknar þurfi afla sér þekkingar um margvísleg einkenni breytingaskeiðs. Nanna deildi þessari þrautagöngu sinni á Facebook og hefur fengið viðbrögð frá fjölmörgum konum í sömu sporum. „Þær séu búnar að ganga í gegnum þetta allt og meira til. Margar hverjar eru dottnar út af vinnumarkaði. Þannig þetta er rosalegt.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira