Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Hólmfríður Gísladóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. nóvember 2022 14:00 Forsætisráðherra segir fjarskiptaöryggi forgangsmál hjá Þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira