Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. nóvember 2022 16:54 Staðurinn var innsiglaður þegar ljósmyndari Vísis leit við í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Við erum að tala um hátt í þrjátíu manns sem að tengjast þessu að einhverju leyti eða voru þarna og tóku þátt í þessu,“ segir Margeir. Heimildir fréttastofu herma að margir þeirra hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta vill Margeir þó ekki staðfesta en segir lögreglu telja sig vita hverjir hafi verið að verki. Mættu grímuklæddir og þustu á neðri hæð klúbbsins „Við teljum okkur vera búin að ná nokkuð vel utan um það hverjir þetta eru og nú fara bara næstu dagar í það að hafa upp á þeim og ná í þá. Og ég vil nú nota tækifærið og skora á þá að setja sig í samband við lögreglu, þá sem voru þarna og tóku þátt í þessu.“ Mennirnir réðust grímuklæddir inn á skemmtistaðinn um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og héldu inn í gegn um staðinn og niður á neðri hæð hans. Þar fundu þeir fyrir þá þrjá sem þeir leituðu að og stungu þá ítrekað með hnífum. Mennirnir þrír voru fluttir á bráðamóttöku og eru ekki í lífshættu. Margeir segir það til skoðunar hvað hafi legið að baki árásinni. Hún er rannsökuð sem tilraun til manndráps. „Það er alveg klárt mál að þessi atlaga er skipulögð. Hvort að þetta sé hópur eða hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi er bara eitthvað sem við komum til með að skoða líka en ég get ekkert sagt til um það núna á þessu stigi. Því við leggjum allt í sölurnar við að hafa upp á þessum mönnum og það er eiginlega staðan núna.“ Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni eru í kring um tvítugt og upp úr.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51
Fjórir handteknir vegna árásarinnar á Bankastræti Club Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífsstunguárásarinnar á Bankastræti Club í Reykjavík í gærkvöldi. Þrír særðust í árásinni. 18. nóvember 2022 08:45