Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 13:28 Könnunin um að Kristrún Frostadóttir sé sá stjórnmálaleiðtogi sem almenningur treysti orðið best er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu, að mati Björns Bjarnasonar. vísir/vilhelm Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25