55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2022 16:30 Flordelis dos Santos de Souza Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira