Styðjum við íslenska læknanema erlendis Bjarki Þór Grönfeldt skrifar 17. nóvember 2022 15:00 Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar