Barnalán vinstristjórnar Fjarðabyggðar Kristinn Þór Jónasson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar