Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:00 Þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem voru beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti segja greinargerð um starfsemina ekki taka á öllum þáttum. Þær komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara yfir vankanta hennar. Þá leggja þær til að sambærileg heimili verði rannsökuð vegna vísbendinga um að ofbeldi hafi líka átt sér stað þar. Vísir/Vilhelm Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30
Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46