Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:23 Biden átti fund með leiðtogum G7 og Nató á Balí í gær. AP/The New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Biden, sem er enn staddur á fundi G20-ríkjanna á Balí, sagði Bandaríkjamenn styðja rannsókn Pólverja á atvikinu og sagði þá staðráðna í að komast að því hvað átti sér stað. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist taka afneitun Rússa um að bera ábyrgð á sprengingunni alvarlega og sagði líklega um að ræða „tæknilega villu“. Hann hefði fundað með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands um málið, og menn virtust almennt vera á því að flugskeytið væri ekki rússneskt. Leiðtogar G7-ríkjanna áttu neyðarfund um málið í gærkvöldi, auk leiðtoga Hollands, Spánar og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, þar sem árás á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins myndi kalla á sameiginleg viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær um alvarlega stigmögnun að ræða. Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefur hafnað „samsæriskenningum“ þess efnis að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnakerfum Úkraínu. Bæði Andrzej Duda, forseti Póllands, og forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hafa hvatt menn til að halda ró sinni og vara sig á falsfréttum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið síðar í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Hernaður Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira