Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 22:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið. Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Taugatitringur hefur gripið um sig á meðal Atlantshafsbandalagsríkja eftir að fregnir bárust af því að flugskeyti sem kom yfir landamærin að Úkraínu hefði fellt tvo í bæ í austanverðu Póllandi síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustmanni að rússnesk flugskeyti hefðu lent í Póllandi. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Viðbúnaður pólska hersins var aukinn í kjölfarið og meta stjórnvöld þar nú hvort þau eigi að virkja ákvæði stofnasáttmála NATO um samráð þegar öryggi aðildarríkis er ógnað. Stofnsáttmálinn gerir ennfremur ráð fyrir því að árás á eitt aðildarríki teljist árás á þau öll. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sendiherrar NATO-ríkja fundi á morgun að beiðni Pólverja. Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur meðal annars rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra NATO-ríkja hafa lýst þungum áhyggjum af vendingunum. Í tísti sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi frá sér í kvöld lýsti hún fréttunum frá Póllandi sem áhyggjuefni. „Ísland stendur með pólsku þjóðinni og við fylgjumst grannt með atburðum,“ tísti hún. Alarming news from Poland where innocent lives have been lost. Iceland stands with the people of Poland and we are monitoring events closely.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 15, 2022 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tísti á svipuðum nótum í kvöld. Sendi hún Pólverjum samúðarkveðjur vegna mannfallsins í því sem hún sagði ógnvekjandi sprengingum þar. Our condolences to those who have lost loved ones in the frightening explosions in Poland today. We will monitor the situation closely as the facts emerge.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) November 15, 2022 Ríkisútvarpið segir að upplýsingafundur með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og utanríkismálanefnd Alþingis vegna atburðanna í Póllandi verði haldinn í fyrramálið.
Pólland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira